föstudagur, febrúar 22, 2008

Miðað við verðlaunaféð sem Bubbi býður þátttakendum í Bandið hans Bubba ætti umgjörðin og annað að vera í hærri klassa. Nema úr því hafi dregið þar sem verðlaunin er jafn há og raun ber vitni. Ég hlakkaði svolílitið til að horfa á þættina en það er margt sem að veldur mér vonbrigðum. Til dæmis Unnur Birna.....hún er að mínu mati ekki alveg að gera sig sem kynnir. Einnig finnst mér að einhver ætti að hafa verið söngvurunum innan handar með lagaval (flestum en ekki öllum). Þetta var að mestu leyti eins og að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna.....

Vona að þetta batni á næstu vikum .....þó ég efist

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home