fimmtudagur, maí 31, 2007

MY DAYS ARE OVER

…Það er að segja dagarnir á núverandi vinnustað. Síðasti dagurinn er í dag og því fylgir svona ljúfsár tilfinning. Það er sárt að kveðja frábært samstarfsfólk en ljúft að vera að snúa sér að nýjum hlutum. Elskurnar hérna í vinnunni voru með kveðjustund fyrir mig í hádeginu þar sem haldin var hjartnæm ræða, boðið var upp á ljúffenga franska súkkulaðiköku (sem tók fjögurra bakaríaferð að finna skilst mér) og ég fékk blóm + egg og kertastjaka eftir Koggu + frábæra innrammaða myndaseríu af mér og öllum hér. Svei mér að yfirgefa svona yndislegt fólk!!!

Ég ætla reyndar að halda kveðjupartý fyrir alla annað kvöld því þó þau séu alveg frábær edrú þá eru þau alveg brilljant í glasi ;)

Á laugardagskvöldið er svo stefnan tekin á NASA þar sem CCP heldur upp á tíu ára afmælið með pompi og prakt og tjútti fram eftir nóttu.


Síðasta helgi var líka frábær. Fórum á Grundarfjörð með Bjöggu og Ingó þar sem við gistum hjá foreldrum Bjöggu í góðu yfirlæti. Slöppuðum af, borðuðum góðan mat, drukkum rauðvín og aðrar góðar veigar og hittum elsku Ísafold og Sigga, Hrefnu og Soffa (soon to be newlyweds) og Rut Soffasystur. Rúntuðum líka um norðanvert Snæfellsnesið og það á ég kyrfilega myndfest eins og þið sjáið.



Berglind fermdist svo á Sunnudaginn og bauð upp á ljúffengar veitingar af því tilefni.
Brunuðum svo suður um kvöldmatarleytið þar sem von var á gestum í Pókerkvöld.
Það er skemmst frá því að segja að ég stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og afsannaði þá kenningu (sem ábyggilega einhver karlremba hefur sett fram) um að konur geti ekki verið góðar í póker ;)

miðvikudagur, maí 23, 2007

Geisp!!!!!!

Svakalega hefði ég gefið mikið fyrir að fá að sofa lengur í morgun – kannski jafnvel svo mikið sem hluta af litlu tánni og jafnvel smá síðuspik með. En það var víst ekki í boði svo ég neyddist til að koma mér á fætur og bruna í vinnuna. Já það tekur stundum sinn toll að troða sjálfum sér í aukavinnur eins og lífið sé ekkert annað. En því er lokið í bili svo ég ætti að geta farið að haska mér á lappir næstu morgna án þess að grenja yfir því.

Á sunnudaginn fermist hún Berglind Hólmarafrænka mín og þá liggur leiðin á Snæfellsnesið. Ákváðum reyndar að gera bara ferð úr þessu og eyða helginni á nesinu með Bjöggu og Ingó. Mamma hennar Bjöggu bauð upp á húsaskjól svo að það ætti ekki að væsa um okkur þó að það verði slagveður og hagl. Vona samt að það rætist úr spánni svo að það verði skemmtilegra að skoða sig um og smella af myndum.

Helgina eftir það a.k.a. sjómannadagshelgina er svo planið að kíkka á Ströndina og svei mér þá ef við verðum ekki bara mætt öll systkinin og fylgdarlið.

Og enn styttist í Spánarferðina – tvær vikur og þá er það bara bikini og sólgleraugu!

Langar síðan að segja elsku elsku elsku elsku Ísafold – innilega til hamingju með afmælið í gær!
…..og Baldvin í dag
……og áfram LIVERPOOL

föstudagur, maí 18, 2007

Þá er loksins búið að koma Framsókn úr ríkisstjórn (sorry Inga Guðrún) og við blasa vonandi betri tímar fyrir utan það að Árni Johnsen skuli vera að setjast aftur á þing. Að því leitinu skammast ég mín fyrir þjóðina – þó aðallega þá sjálfstæðismenn sem gerðu þetta kleift. Og reyndar finnst mér jafn svívirðilegt af Árna að reyna að koma sér aftur á þing og að hafa brotið af sér eins og hann gerði. Vona að hann verði lagður í einelti á vinnustað!!!

Annars er ég óheyrilega andlaus í dag. Dettur ekkert í hug að skrifa um eða jú ég bara get ekki sett það niður á blað. Held það tengist eitthvað vikulangri þreytu minni sem ekki rættist úr í frídeginum góða í gær því ég var að vinna til að verða 01:30 í nótt!!!! Djöfull er ég fegin að það er föstudagur í dag.

Mig langar að spila póker. Ég og Villi spiluðum póker á miðvikudagskvöldið (upp á pening auðvitað – annars er ekkert að marka). Ég tapaði að venju og hvað er þá betra en að spila meira til að æfa sig??!!

Í dag eru bara 9 dagar þangað til ég hætti í vinnunni og 19 dagar þangað til ég kemst í sól og sumaryl á Spáni. Reyndar vinnuferð en hverjum er ekki sama svo lengi sem ég fæ smá sól í kroppinn!

Afmæliskveðjur um þessar mundir fá svo:
Harpa (17.maí)
Jóhann (18.maí)
Hildur (21.maí)
Ísafold (22.maí)
Kiddi B (26. maí)

Góða helgi lömbin mín

fimmtudagur, maí 10, 2007

Að gefnu tilefni......

.....þá er ekkert ólöglegt athæfi í gangi á myndinni fyrir neðan! Enda færi ég ekki að pósta slíkt á internetið!!!

Gaman að því
Þá er komið að viðburði ársins: Evróvisjón. Þar sem að Eiríkur Hauksson mun trylla lýðinn og fleyta okkur Íslendingunum áfram í aðalkeppnina. Já hann er ekki dauður úr öllum æðum rauðhærði tröllastrákurinn okkar. Sá viðtal við konuna hans – sýndist hún nú ekki vera að hafa alveg nógu gaman að þessu þótt hún reyndi að sannfæra okkur áhorfendur um annað.

Ég er búin að vera með forsetasyndrómið síðustu daga. Villi líka en hann fékk það um leið og forsetinn og lýsti sér nákvæmlega eins og fjölmiðlar lýstu forsetaeinkennunum – sterk þreytuviðbrögð!! Var að hugsa um að hringja í hann Svan mág minn og lækni og biðja hann um að kalla eftir þyrlu en æji…….fannst það helst til mikið vesen.

Himmi minn og Herdís eru orðin stoltir foreldrar Arngríms Búra – fjallmyndarlegs drengs sem ég á enn eftir að skoða nánar. Innilega til hamingju með það!

Og í dag er ég orðinn framkvæmdarstjóri fyrirtækis --- hvað er meira kúl en það??!!! ;)

GO EIKI!!!!



Hvað er Erla að gera??