mánudagur, febrúar 27, 2006

Helgi menningar og félagslyndis

Ég var óvenju menningarleg og félagslynd um þessa helgi. Á föstudagskvöldið bauð Inga í bjór, Idol og slúður sem var menningarlegt út af fyrir sig. Á laugardaginn fórum við Villi á geisladiskamarkað SENU í Fellsmúlanum og ég sem hef varla keypt mér geisladisk síðan hafin var framleiðsla á þeim endaði með 10 stk við kassann!! Eftir þessi kostakaup lá leiðin í Gallerí Fold á opnun myndlistarsýningar, þaðan í miðdegismat á Skalla (sem er líka menningarlegt út af fyrir sig) og síðan endaði ég með pabba á Megasartónleikum í Hallgrímskirkju!!
Á sunnudagsmorguninn bauð ég Villa í Lúxus-brunch á Vegamótum...mmmmmm....geðveikt gott. Þaðan fórum við á Listasafn Reykjavíkur og skoðuðum F(Erró) sýningu, Gabríelu Friðrikssýningu og fl., þaðan á bókasafnið, í heimsókn til Lóu og Jóhanns og síðan í Breiðholtið til Stebba bróður. Í kvöldmatinn eldaði ég svo lasagna en lagðist síðan í sjónvarpsgláp um kvöldið enda búin með menningarkvótann fyrir helgina.

Ég veit ekki hvort að ég get nokkurn tímann toppað þessa helgi - en það má alltaf reyna

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

KLEPR
Ég er að klepra niður í dag. Það er EKKERT að gera í vinnunni þannig að tíminn líður sama og ekki neitt, ég er í sokkabuxum sem eru að drepa mig úr kláða, það er verið að bora í vegginn sem veldur hávaðamengun, ég er ógeðslega þreytt og langar bara heim að sofa! Ef ég væri ennþá í háskólanum gæti ég bara skrópað í tíma og farið heim í rúmið...en svo gott er það nú ekki lengur!! Ég reyndi að bjarga deginum í hádeginu með því að bruna upp í Borgargrill og fá mér Búkollu - en hún stóðst ekki væntingar mínar sem eyðilagði daginn enn frekar.

Mér datt í hug í gær að flytja til Berlínar, djöfull væri það örugglega gaman - en þá mundi ég að ég var að kaupa mér íbúð. Þannig að rétti tíminn er definately ekki núna því ekki tími ég að leigja einhverju ósómaliði nýja fína heimilið mitt! En ég gæti hafa unnið í Víkingalottóinu í gær og þá gæti ég alveg flutt til Berlínar og átt penthousið mitt á Íslandi þegar ég kæmi í heimsókn! Og ef ég hefði unnið í Bandaríska lottóinu í gær þá hefði ég fengið tæpa 3 milljarða - og þá gæti ég sko pottþétt flutt til Berlínar...damn it!

Ég hata vetrarólympíuleikana...þeir eyðileggja fyrir mér sjónvarpsrútínuna mína. Það er svo langt síðan að ég sá Leiðarljós að ég er komin með fráhvarfseinkenni. Þetta gerist líka þegar sumarólympíuleikarnir eru, EM í öllu, HM í öllu! Óóóóóóóþolandi. Það einfaldlega á bara að vera sér íþróttarás fyrir íþróttaidjótin!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Framhald
Eftir að hafa keypt mér íþróttabuxur og svitaband (eins og lesa má um í síðustu færslu) sá ég að ekki var annað hægt en að fjárfesta í íþróttabol líka. Til þess fór ég í Útilíf aftur nema í þetta skiptið í Glæsibæ - viti menn, þar var það sama uppi á teningnum. Mín ráfaði í reiðileisi milli fatarekka í leit að hentugum bol en enginn kom til að aðstoða, að gamni mínu rölti ég í sundfatadeildina til þess að ath. hvort þar væri þjónustan betri - haha - nehei. Ég keypti mér samt bol í Útilíf....af því að ég nennti ekki að fara neitt annað! Ég efast um að Útilíf fái að njóta viðskipta minna aftur í bráð!

Nú lít ég semsagt út eins og íþróttaidíót á mánudagskvöldum þegar ég fer í körfu með stelpunum og þá er tilganginum náð. Verst að þolið er ekki alveg jafn kúl og fötin það kom berlega í ljós í gærkvöldi þegar við spiluðum 3 á 3 - eftir 15 mín. leik var ég örmagna og andstutt! En svona mér til mikils léttis voru hinar það líka :o)

Að öðru:

Ég er stórkostlega , yndislega , ofboðslega, gríðarlega (og allt hitt) hamingjusöm með að Sylvía Nótt hafi unnið söngvakeppnina - það er kominn tími til að fara með eitthvað minna boring í Eurovision, vekja smá athygli og sjá hvort að Evrópa sé nokkuð jafn húmorslaus og margir vilja láta í veðri vaka. Kannski fatta þau bara öll djókið - eins og við föttuðum WigWam djókið - hver veit!

Ég er líka (öll ofantalin lýsingarorð) hamingjusöm með frammistöðu Alexanders Arons í Idolinu....talandi um að koma á óvart......frammistaða laugardagskvöldsins var náttúrulega bara snilld - bíð spennt eftir næsta atriði!

Vil fá að óska afmælisbörnum dagsins til hamingju svona í lokin:
Bjögga mín, Sigga Ásta, Ágústa Hrönn já og held líka Halla Bjarklind - innilega til hamingju með daginn stúlkur!

Góðar stundir

mánudagur, febrúar 13, 2006

Ykkur mögulega til mikillar undrunar hef ég ekki eingöngu fjárfest í íbúð heldur lagði ég leið mína í íþróttavörubúð fyrir helgina - jebb u heard me! Það var greinilegt að starfsfólkið taldi engar líkur á því að ég myndi versla nokkurn skapaðan hlut þar - og þ.a.l. fékk ég enga þjónustu þrátt fyrir að hafa væflastum í 20 mínútur í leit að hentugum íþróttabúning. Ég keypti nú samt íþróttabuxur og svitaband :o) Tilefnið? Jú mín er að fara að sjútta húppur á mánudagskvöldum með gamla liðinu að norðan (sjútta húppur = shoot some hoops = spila körfu) og ekki duga gallabuxurnar og djammbolirnir í það!! ÉG ætla núna að fara í aðra íþróttavörubúð og ath hvort að ég fæ betri þjónustu þar og þá mun ég jafn vel spandera pening í íþróttabol! Ef einhverjar stúlkur hafa áhuga á körfu einu sinni í viku, endilega samband - engin sérstök inngönguskilyrði nema gleði og áhugi...engin alvara bara gaman..

Góðar stundir

föstudagur, febrúar 10, 2006

Ég held það sé nærri lagi að byrja á stærstu fréttum vikunnar:

Lóa og Jóhann eignuðust undurfagra (án efa) stelpu morguninn 6. febrúar!!! Til hamingju hamingju hamingju - hlakka ótrúlega til að sjá litlu snúlluna :o)

Næst stærstu fréttir vikunnar:

Eftir c.a. klukkustund verðum við Villi orðin stoltir eigendur 108 fermetra íbúðar og 21 ferm. bílskúrs á Háaleitisbraut 56 - jeijeijeijeijeijeijei! Afhending er 15. apríl og eru sjálfboðaliðar af öllum stærðum og gerðum velkomnir í flutninga - þeir sem ekki gerast sjálfboðaliðar verða boðaðir með einum eða öðrum hætti ;o) Það verður loksins pláss fyrir sér eldhúspartý, sér stofupartý og gestaherbergi fyrir þá sem þarfnast gistingar af einhverjum ástæðum!!

Annars er planið fyrir helgina að mæta í afmæli til Kollu frænku á gauknum á laugardaginn og tjútta fram á nótt - kvöldið í kvöld er óráðið nema að Dindi litli (also known as Sindri Birgis) og við hin höfum hitting........"við hin" hefur ekki verið skilgreint þannig að það gæti jafnvel átt við ykkur sem ekki vitið af þessu!! Og þá er um að gera að leita sér upplýsinga!

Jæja farin að skrifa undir og eyða meiri peningum í einni lotu en ég hef áður á ævinni gert

Góða stundir um þessar mundir

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Eftir hræðilegar draumfarir næturinnar var ég töluvert lengi að jafna mig, keyrði niðurlút í vinnunna og ekki tilbúin til þess að takast á við daginn. En viti menn!!! Eftir netferð á einkabankann voru minningar um draumfarir næturinnar að baki og við blasti feitari innistæða en vanalega :o) Já svo segja sumir að peningar skipti ekki öllu máli - suss - þeir skiptu sko allavegana máli fyrir andlega geðheilsu mína í dag. Takk Steinunn Valdís!!

Í tilefni dagsins er ég jafnvel að velta því fyrir mér að fara út að borða - hver veit? Er lengi búið að langa að kíkja á Vín og skel - kannski þetta sé tíminn!