fimmtudagur, apríl 15, 2004

var ég búin að nefna það að það liggja álög á stigaganginum mínum. Eins og margir vita þá er brjálaði píanóleikarinn og dularfulli tölvufræðingurinn farin að búa saman en ekki á sitthvorri hæðinni eins og undanfarin ár.....þau fluttu meira að segja burtu úr blokkinni. Gleði og glaumur hugsaði ég....samt aðallega gleði því að nú þyrfti ég ekki að vakna við tónstigaæfingar kl. átta á morgnanna og sofna við klassíska konserta á miðnætti.....ekkert nema ró og friður í FLyðrugrandanum. En nei Erla var ekki lengi í Paradís.....einhver aumingjans manneskja sem flutti í blokkina keypti sér píanó um leið og íbúðina. Núna vakna ég við gamlanóa á morgnanna og sofna við staupasteinslagið á kvöldin....þess á milli blæs einhver enn annar í trompetið sitt........what is a matter with this people??!!

Dularfulli tölvunarfræðingurinn var alltaf mjög hljóðlátur maður...nú hafa flutt inn Serbahjón sem eiga von á tvíburum!!! Svo að bráðum mun ég verða ærð af píanóglamri, trompetsóhljóðum og barnsgráti í öðru veldi....allur friður úti.....gæti allt eins flutt í neðanjarðarbyrgi í Írak og vaknað við sprengingar og skriðdrekadrunur!! Nei annars fá serbahjónin sjens því að maðurinn hefur tilkynnt mér að framvegis muni hann einn sjá um að þrífa þvottahúsið og ég skuli nú ekki hafa áhyggjur af því. Frábært...Ekki það að ég hafi eitthvað verið að þrífa vaskahúsið sérstaklega mikið....en samt frábært :o)

Já ég fór í skírn á skírdag....skemmtileg tilviljun...hahaha! Valrúnardóttir Nadía Heiðrún var skírð....en allavegana þá var fyrsti maðurinn sem ég sá þegar ég labbaði inn í skírnarveisluna "gömul synd"...mjög gömul synd sem hafði ákveðið að pikka upp eina frænkuna í fjölskyldunni.....náttúrulega örugglega bara til að hitta mig eins og við vitum öll......ég meina hvers vegna annars??!!!

okei jess tíminn búinn og ég get komið mér burtu.....og jess síðasti tíminn líka...frábært...dettum í´ða og fögnum!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home