fimmtudagur, apríl 15, 2004

Ég veit að ég á að vera að læra....eða já fylgjast með í tíma....það bara það er bara ekki hægt. Mig langar ekkert að læra um gamalt fólk og lífsskeið þeirra.....ég vil bara bíða og tékka á þessu þegar ég verð orðin gömul ef ég verð einhverntíman gömul. kannski langar mig ekkert til að verða gömul og kannski dey ég bara áður en ég verð gömul....ég meina maður veit aldrei hvenær maðurinn með ljáinn kemur í heimsókn!! Hann gæti tildæmis verið að fela sig í fataskápnum mínum heima núna...bíður eftir mér glottandi og glaðhlakkandi....svo lætur hann mér bara bregða og ég dey úr hjartaáfalli.....ég meina þá þyrfti hann ekkert að reyna á sig og fengi góða sögu til að segja félögunum.....hverjir sem þeir eru svo!!

Hver nennir eiginlega að taka viðtöl við fjölda, einmanna ellismella? Jú kennarinn minn greinilega og hefur mjög gaman af´því að lýsa því nákvæmlega hvernig allt þetta fór fram....núna er hún t.d. búin að segja fimm sinnum að hún hefði hlustað oftar en einu sinni á upptökuna af viðtölunum......frábært....æði....gott fyrir hana.....ætlar hún að fara gera það að prófspurningu....halló...tölum um eitthvað annað!! Boring!

Mig langar til þess að biðja my fellow cat owners að muna að kíkja ofan í skúffur og skápa áður en það ákveður að fara frá í tæpan sólarhring. Sérstaklega ef það sér ekki köttinn í fljótu bragði. Lotta mín fékk nefninlega að dús í skúffu á stærð við hnífaparaskúffu í marga marga marga klukkutíma af því að Villi sá ekki að hún var búin að troða sér í hálfopna skúffu þegar hann lokaði henni......en hann fann hana svo aftur daginn eftir....samt bara óvart! Ekki það að Lotta mín hafi kippt sér mikið upp við þessa lífsreynslu.....hún er svo vel upp alin og sterkur karakter.....en þannig eru ekki allir kettir...so whatch out for cats in the drawers folks!!!

Já það er ekki slæmt að hafa dauðann í skápnum og köttinn í skúffunni í einni bloggfærslu :o)

Svo vil ég biðjast afsökunar á að hafa ekki hringt í afmælisbörn síðustu daga en þau fá hér með fullt af afmæliskossum:
11.apríl: Snorri og Lóa
13.apríl: Gummi mömmu
14.apríl:Hólmar og Veiga
Biðst afsökunar ef ég er að gleyma einhverjum


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home