föstudagur, ágúst 08, 2003

Börn eru bestu skinn!!
"KæriGuð.
Er séra Árni vinur þinn eða vinnið þið bara saman?
Daníel"

Vá hvað ég elska vinnuna mína......einn og hálfur tími í svefn í hádeginu...hvað getur maður beðið um meira??!! Ég ætti kannski bara að gerast leikskólakennari svona til þess að vera viss um að fá hádegishvíld allt mitt líf!!! Þessi hádegislúr bjargaði allavegana alveg heilsunni fyrir kvöldið.....fór nefninlega út í bjór með Örnu í gær :o) --kem sífellt á óvart..ég veit!! Og svo er nefninlega spilakvöld hérna í gettóinu í kvöld......og eitthvað verður nú drukkið með!! Það er samt ekki alveg komið á hreint ennþá hvaða fólk er að fara að mæta......kemur í ljós!!

Í nótt vöktu mig fjórir gulir fljúgandi pandabirnir.....þeir bönkuðu á svaladyrnar!! Fyrst var ég geðveikt hrædd og hélt að þetta væri innbrotsþjófur eða jafnvel morðingi (í kurteisara lagi að banka samt)....en svo þegar ég sá að þetta voru bara fjórir gulir fljúgandi pandabirnir andaði ég léttar og opnaði fyrir þeim. Þeir sögðust koma með mikilvæg skilaboð frá Bjórguðinum:
"Þú hefur verið tekin í dýrlingatölu í ríki bjórsins og héðan í frá skaltu nefna þig bjórdýrlinginn Mímí og munu vistarverur þínar kallast Ölver" síðan drógu þeir upp guðaveigar bjórguðsins og skáluðu fyrir mér í gylltum bikurum. Að því loknu flugu þeir leiðar sinnar. Já ég vissi ekki að bjórguðinn hefði gula fljúgandi pandabirni í sinni þjónustu....alltaf lærir maður eitthvað nýtt!!!

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Börn eru bestu skinn!!
"Kæri Guð.
Ertu í alvörunni ósýnilegur eða ertu bara að stríða okkur?
Lilja Ósk"

Veikindin búin...fór í vinnuna...búin í vinnunni...fór í Bónus...búin í Bónus.....kom heim...bíð eftir Guiding Light -- þar er allt á leiðinni til helvítis...spennó!
Hugsa að ég fái mér samloku með skinku, osti og bónuskartöflusalati...þið vitið það besta í bænum!!
Skilst að ég sé að fara á spilabjórkvöld annað kvöld.....hmm....það gæti orðið gaman!!
kannski ég læri eitthvað í kvöld....eða drekki meiri Faxe.....hmmm...sjáum til hvað ég nenni!
Það er kominn föstudagur á morgun....gay pride á næsta leyti........úbbs Guiding byrjað ..........

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Það hlaut að koma að því að veikindin segðu til sín betur en síðustu daga.......virtust alltaf ætla að koma eenn komu aldrei alveg fyrr en í gærkvöldi. Þá fór slappleikinn að renna yfir mig svo ég fór snemma í háttinn....til þess eins fyrst að vakna við nokkurn síðbúin sms skilaboð frá hinum og þessum sem ég nennti ekki að svara vegna þreytu og slappleika.......held að Himmi og Inga hafi meira að segja setið við bjórdrykkju langt fram eftir.....sem er mjög gott! En allavegana einkenndist svo restin af nóttinni af svefnleysi og ömurleika!!!! Þannig að mín fór ekki í vinnuna í dag heldur lá í rúminu fram eftir öllu! Eeennnn....heilsan er mun betri núna......las fyrir próf......talaði í símann viði elskulegu yndislegu Svanhildi mína ....og pantaði pizzu..svona afþví að ég fékk nú borgað frá skattinum ---guð blessi skattayfirvöldi....ja allavegana þetta árið :o)

En aftur að henni Svanhildi minni sem í sumar hefur eytt tímanum í sólinni í Barcelona......hassreykingunum í Amsterdam......og hitabylgjunni í Noregi!! Hún snillingurinn er nefninlega á leið til landsins síðustu viku ágústmánaðar og þá verður blásið til þriggjadaga stórveislu!! Allir að passa að vera í fríi síðustu helgina í ágúst.....ég meina þá er vinnan búin...skólinn ekki byrjaður og aldrei betri tími til að tjútta!!!!

Vissir þú að:

1. Íbúðin mín er svo sæt að meira að segja pizzasendlarnir eru farnir að spyrja hvort ég viti um einhverja eins til þess að leigja
2. Rebekka og folinn fóru á kaffihús í gær......og hver veit hvað meira
3. Ég og Eva María eigum nokkuð svipaðan drykkjuferil þetta sumarið
4. Hilmar og Kiddi hafa tekið stóru ákvörðunina
5. Að samtals hef ég torgað ? ferðatöskum af Faxe í sumar (úff þetta veit ég ekki einu sinni.....en veit samt að númer ? bíður núna í ísskápnum mínum

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Þá er Verslunarmannahelgin liðin undir lok og grámyglulegur hversdagsleikinn tekinn við aftur......o jæja hann er nú kannski ekkert svo voðalega grámyglulegur..fínt veður og svona og alltaf eitthvað að gerast. Var að vinna til fjögur og eftir það tók við mikill töskuburður úr greni 12 til baka í 10 -- guð ég var ekki búin að átta mig á hvað ég á mikið af fötum.......ég sem fer næstum aldrei aldrei í búðir.....nema náttúrulega vínbúðina!!!
En allavegana þá var þetta alveg ágætis Verslunarmannahelgi......fórum fyrst á Skagaströnd með Rebekku, Bilbó og Lottu í farteskinu. Það kvöldið var ég farin að sofa fyrir eitt......enda fimmtudagskvöldið eitthvað farið að segja til sín. Laugardagskvöldið var hins vegar bara mjög gott.......útitónleikar með Brimkló, KK og öllum þeim með bjórinn í annarri og eitthvað annað í hinni!! Seinna um kvöldið var það eitthvað sterkara í annarri en það sama í hinni.......hitti flesta elskulegu æskuvini mína af ströndinni og ég, Villi, Þrúða, Atli, Sigrún og Bogi skelltum okkur svo í kántrýbæ...þar sem enn var innbyrgt meira...skot, neftóbak, vodkinn sem við smygluðum inn og hver veit hvað meira ---mjög vel heppnað kvöld þrátt fyrir að í þetta skiptið hefðu ekki mætt 7000 manns á staðinn.

Akureyri var svo næst á dagskrá...svona til að upplifa gömlu stemminguna með öllum unglingunum í bænum. Byrjaði allt saman ágætlega með smávægilegu partýi í íbúðinni hans Kidda.......Ég , Arna, Villi, Danni og Himmi drukkum bjór og sungum karókí (þó aðallega strákarnir sem þarf ekki að útskýra fyrir þeim sem hafa í alvörunni heyrt mig syngja!!) Svo varð einhver óútskýranleg skyndileg breyting á annars mjög góðu ástandi mínu.......og til að gera langa sögu stutta þá komst ég ekki niður í bæ...... vil hins vegar þakka Örnu fyrir ómetanlega stuðning á þessu tímabili frá upphafi til enda!!! Arna beibí...þú ert æði :o)

Heimferðin í gær tókst með ágætum með tvo ketti í framsætinu og kelandi verslunarmannahelgarpar í aftursætinu....ehemmm....já hann kom fékk nefninlega far aftur þessa helgina Grundafjarðarfolinn hann Doddi og hafði þá eitthvað fengið að fikta í rauðhærðu vinkonunni minni (nefni engin nöfn) ....en fyrir ykkur sem ekki hafið séð hann þá er þetta alveg fjallmyndarlegur drengur!!!! En þau höfðu allavegana nóg pláss þa
r sem mér tókst að sannfæra pabba gamla um að skipta um bíl við mig.....svo nú er ég svaðaleg jeppapía en pabbi bisnesskall á sparneytnum smábíl :o)

laugardagur, ágúst 02, 2003

Jamm fyrir þeim sem hittu mig á fimmtudagskvöldið þarf vart að skýra út að ég lagði mig ekki þrátt fyrir mikla þreytu. Heldur var fyrsti bjórinn opnaður klukkan hálf sex.....bara svona í rólegheitunum.....eftir þriðja eða fjórða FAXE lá leiðin í lastabæli Eggertsgötunnar..nánar tiltekið til Himma en þar var Danni fyrir og Arna kom stuttu síðar.....eftir nokkra öl í viðbót var Kiddi svikari mættur á svæðið (hann fór sko til EYja) og þá var haldið niðrí bæ á Vegamót....á Vegamótum bættust svo Silla og Gunni í hópinn. Sökum sætavöntunar á Vegamótum héldum við á Hverfisbarinn...reyndar var eitthvað lítið um sæti þar líka en við reyndum bara að lúkka kúl og stóðum á dansgólfinu og rugguðum okkur svona aðeins í takt við tónlistina öðru hvoru :o) Meiri bjór meiri bjór....en svo var bara lokað....en Vegamótatöffarar eins og Gunni láta ekki deigan síga þrátt fyrir lokanir og því var kassa af bjór kippt með af VM og liðið brunaði í Krummahólana í eftirpartý.........það er skemmst að segja frá því að sumir komust heim....aðrir bara hálfa leið fyrst og enn aðrir ekki neitt!! Þetta var nú eitt af betri fimmtudagskvöldum í langan tíma ---- enda hafa þau ekki verið svo svæsin hingað til!!

Ég komst nú til Skagastrandar þrátt fyrir að hluta til bága heilsu í gær......vorum nú í seinni kantinum......og sökum þreytu og annarra hluta lögðum við ekki í stuðleit í Kántrýbæ heldur var haldið snemma til hvílu. Það er samt aldrei að vita hvað gerist í kvöld.......allavegana takist mér að renna niður nokkrum bjórum :o)