fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ég er sárlega móðguð....
Yfir því hversu fáir hafa kommentað á hinar meintu brúðkaupsmyndir....mér sem fannst við svo "fín"! Eða kannski heldur fólk að ég hafi í raun og veru gift mig og eru sárir yfir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið.......allavegana hafa nokkrir vinnufélagarnir trú á frumleika minn og þor í þessum efnum og héldu að ég hefði gengið í það heilaga með engum fyrirvara og leikrænum tilburðum! En bara svona til að árétta það þá voru þetta að sjálfsögðu halloween-myndir - held ég bjóði allavegana einhverjum vinum mínum þegar ég gifti mig - og haldi gervihlutum í lágmarki :o)

...en að öðru
Við erum búin að stækka svefnherbergið um eitt herbergi, brutum niður ógeðisskápinn sem hafði verið sérsmíðaður af rússnesku mafíunni og ætlum að sameina herbergin tvö í eitt. Við erum líka búin að mála og taka niður hræðilegu gardínurnar og í staðinn höfum við límt ruslapoka í gluggana - planið er samt ekki að þeir taki við af gardínunum til frambúðar...ef einhver var að velta því fyrir sér. Svo eigum við bara eftir að kaupa nýju fataskápana, setja þá saman, redda ljósunum og fínpússa. Eftir að það er búið ætla ég aldrei að fara úr svefnherberginu (nema kannski til að fara í vinnuna). Hlakka svo til að ég er jafnvel að hugsa um að halda svefnherbergispartý....svona eins og innflutningspartý!

Annars er ég að fara á söngleikinn Annie á eftir með Sólveigu bróðurdóttur, svo er það Hvammstangi á morgun og skagaströndin á laugardaginn - kyssa og knúsa fjölskylduna, borða góðan mat og koma svo suður aftur södd og sæl!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home