mánudagur, október 10, 2005

Atburðir helgarinn voru ekki ýkja merkilegir. Lét samt sjá mig á októberfest með Örnu og Rebekku á föstudagskvöldið. Mættum nú í seinna lagi og þegar við komum var heljarinn röð til að komast inn í tjald. Okkur leist nú ekki á blikuna og þeir sem eru kunnugir djammlífi mínu vita að það að standa í röð er sóun á tíma og er auk þess yfirleitt drepleiðinlegt. Þannig að stefnan var tekin á hringferð um tjaldið til þess að reyna að koma auga á mögulegar smugur á tjaldinu. Við hófum ferðina vongóðar enda ekki stórar um okkur stelpurnar og jú viti menn tíu skrefum frá röðinni, hinu megin við hornið var engin smá smuga heldur annar inngangur og engin röð – hahahahahahahaha – æji greyið hin sem biðu í röð – samt gott á þau – think out of the box people!!!
Á laugardeginum nýtti ég kvikmyndahátíðarfrípassann minn í að bjóða fólki í bíó. Sendi Villa, Nökkva og Darra á japanska teiknimynd og tók svo Bjöggu með mér í Tjarnarbíó á “Fædd í vændi”. Mjög áhugaverð og skemmtileg mynd – eina sem skemmdi svolítið bíóferðina var manneskjan sem hafði líklega fengið sér bauna og eggjasalat í hádeginu og leysti því vind í gríð og erg. Það er skemmst frá því að segja að lyktin sem fylgdi var ekki góð, frekar svona úldin en hef samt fundið verri viðrekstrarlykt í lífinu!

Ástríður Helga hélt síðan upp á tveggja ára afmælið í gær...Kolla hélt að sjálfsögðu veislu fyrir vini og vandamenn og bauð upp á veisluborð sem hefði sæmt sér vel í 100 manna stórafmæli :o) Guð hjálpi henni þegar barnið fermist!!

Tengdó kom líka heim í gær, skilst að hún hafi fest kaup á uppáhalds slóvenska álegginu mínu í massavís, það verður því bakarísbrauð, mayones og pulli í öll mál og milli mála á næstunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home