mánudagur, mars 22, 2004

Nei ég hef ekki enn látið af störfum hér á blogginu og þaðan af síður dauð eins og sumir hafa haldið...eða jafnvel gert sér vonir um!!! Ég er sko sprelllifandi og á því verður engin breyting nema ég þurfi að borga skólagjöldin í mars....þá mun ég deyja úr pirringi, peningaleysi, matarleysi, bjórleysi og vonleysi..so I´m keeping my fingers crossed. Hvaða djöfuls vitleysa er það annars að ætla að láta bláfátækt námsfólk borga rúman 30.000 kall í lok mars....er ekki alltaf verið að tala um að skólinn sé nú full vinna og við búum svo vel að fá þessi "ríflegu"..hahaha námslán EF við stöndum okkur??!! Við þurfum þess vegna ekkert að vinna með skólanum er það.......eða hvað...jú ef að þessir mannaumingjar ætla að fara að auka á skuldabyrgð Háskólanema með fáránlegri tímasetningu og hugsanlega hærri skólagjöldum....djöfull og dauði hlaupi á eftir þessum fólki...bara svona til að hræða það aðeins!!!!

Annars er ég nú bara í ágætis standi þessa dagana....skellti mer norður til tengdó seinustu helgi -- frábær matur alla helgina og rauðvínssötur í nýja heitapottinum....fögur fjallasýn og kyrrð og ró daginn út og daginn inn (nema kannski þegar Ægir Daði ákvað að taka sín reiðiköst)......hitti nákvæmlega engann fyrir norðan....jú nema Hlyn.....yes u all know Hlynur.....hress að vanda á Karólínu með hárið út í loftið og svuntu :o) Takk fyrir teið Hlynur minn!!

Þessi helgin er svo búin að vera sæmileg.....var að vinna á laugardag við að vera í keilu og pool með unglingana mína....ekki leiðinlegt það að fá borgað fyrir að skemmta sér :o) Dreif mig svo heim eftir það í fína dressið til að verða mér ekki til skammar á árshátíð félagsráðgjafanema sem haldin var um kvöldið. Fengum geðveikt góðan mat....ágætis skemmtiatriði....frekar slappan veislustjóra þó og fáránlega dýrkeyptu áfengi!!!! Þegar líða fór á nóttina hóf ég ferð mína í miðbæ Reykjavíkur þar sem Snorri og Himmi biðu mín á Sólon......en Sólon sökkar ef einhver skyldi hafa verið búinn að gleyma því..svo við héldum á Vegamót sem ekki var mikið skárra enda engin laus sæti...svo ferðin hélt áfram hjá mér og Himma og við enduðum eins og stundum svolítið oft áður á 22 í rokksveiflu!! Helsta uppgvötun mín þar var að trukkalessan er aftur mætt bak við barinn og virðist vera að velta fyrir sér að taka mig í sátt....allavegana leyfði hún mér að geyma jakkann minn og það hefur hún ekki gert áður nema fyrir svo löngu síðan að varla elstu menn muna!!!
Í gær fór ég svo aftur í keilu með Sólveigu......með grindurnar fyrir rennunum...og ég tapaði ....fyrir átta ára gamalli stelpu!!! I suck!!!! En var hins vegar ekki tilbúin að láta helgina enda á þann veg svo að ég dró Villa og Halla með mér um kvöldið og tókst að merja annað sæti eftir að hafa tapað í fyrstu umferð með afleitan stigafjölda!!!!

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég held kannski að ég hefði ekki átt að setja svona marga linka inn á síðuna mína því nú tekur það allan tímann minn að skoða hvað þið hin eruð að skrifa mikla vitleysu og enginn tími fyrir mig að skrifa mína vitleysu. EN þar sem að mín vitleysa er að sjálfsögðu vitleysa sem inniheldur eitthvað vit hef ég ákveðið að hætta á að verða of sein í tíma til að blogga.

Framundan eru að sjálfsögðu spennandi tímar eins og vanalega..............og fyrst á dagskrá er vinna í kvöld og kannski bjór eftir vinnu með Örnu...hver veit. Annars liggur leiðin norður yfir heiðar....allaleiðina til Akureyrar....MEÐ FLUGI...þvílíkur léttir að geta flogið núna í staðinn fyrir að keyra og keyra og keyra og vera svo þreyttur.......

stopp núna....þarf að sinna svolitlu með Hildigunni.....

fimmtudagur, mars 04, 2004

Þetta er allt að koma með linkana mína...tókst að setja inn Auði, Hildi I, Hildi A og Rósu....mjög góður árangur að mínu mati!!

Nú er mín komin með vinnu og verður að fara að skipuleggja sig betur til að komast ágætlega í gegnum þetta allt saman...hef eiginlega komist að því að það er örugglega betra að vera að vinna eitthvað því annars hefur maður allt of mikinn tíma til að læra og er því ekkert að stressa því og eyðir síðan tímanum í ekki neitt!!!

Það er samt ekki neitt að frétta....nema hvað ég vaknaði í skólann eldsnemma í morgun.....jámm það var nú ekki meira en það.......meira hvað maður hefur aldrei neitt að tala um......

.....en annars langaði mig aðeins að prófa svolítið: VALDIMAR??!! VALDIMAR??!! VALDIMAR??!! Neibbs .....ekkert svar..datt það í hug....alveg eins og þegar ég er að reyna að hringja. Er Valdimar dauður? Eða er ég kannski bara dauð fyrir honum? Hann er sko þessi rauðhærði jú nó......the one who loves Raggi Bjarna og eyðir tímanum í að horfa á spilafíkla eyða tekjum fjölskyldunnar!!!

miðvikudagur, mars 03, 2004

Er að halda upp á bolludaginn í dag :o) Betra er seint en aldrei......en mér tókst nefninlega ekki að baka fyrir bolludaginn sökum skorts á bökunartækjum þannig að baksturinn varð að bíða þar til í dag.....en það er nú líka allt í lagi --- svo á ég reyndar líka saltkjöt í kælinum...kannski ég ætti bara að hafa sprengidaginn á morgun og hugsanlega klætt mig upp á og haft smá öskudag hinn daginn.......mér finnst það nú bara allt í lagi ég meina af hverju þarf þetta alltaf að vera á nákvæmlega sama tíma......ég hafði bara ekki tíma þá....en hef smá tíma núna og er að hugsa um að nýta það---allir að mæta í öskudagsbúining heim til mín...já á morgun!!!!
Frjósemi vina minna og vinkvenna virðast engin takmörk sett þessa mánuðina.....nýjustu fréttina má sjá á síðunni hjá Geira en hann og Dögg eiga vona á smávöxnum brettakappa/brettapæju í Ágúst og að sjálfsögðu fá þau sérstakar hamingjuóskir að því tilefni!!!

þriðjudagur, mars 02, 2004

Ég skil ekki af hverju það mistekst alltaf að setja inn nýja linka hjá mér...........það er nefninlega önnur ástæða fyrir því að ég linka á svo fáa heldur en að þeir séu æðri en aðrir eða að ég þekki bara ekki fleira fólk.......þetta er alltaf allt í klessu. En hef ákveðið að gera fleiri tilraunir og hætta ekki fyrr en þær takast......nema þær taki meira en korter!!!
Já það er ýmislegt sem þið vitið ekki um mig ......og greinilega líka margt sem ég sjálf vissi ekki um sjálfa mig mig sem á mig sjálf en þekkir mig samt ekki alveg sjálf.....þið skiljið:

erla is a northern kentucky cors
erla is no stranger to the vancouver theatre scene
erla is a feline
erla is a science teacher in a middle school in san francisco
erla is a first year student in political science
erla is a seer of hidden worlds and se said on a radio program some years ago that here in hafnarfjörður is the largest community of hidden people in iceland
erla is a freelance writer for a large community newspaper educating it's readers in high
erla is owned and operated by the ncad corporation erla coordinates
erla is short for electrical research laboratories
erla is concerned that if humans continue to violate the hidden world by trampling carelessly over the rocky lava field that is their home
erla is not to be used if building one of the three aircraft represented by the supplied decals
erla is uncertain at the moment
erla is one of the northern girls
erla is a girl 17yrs and winsef is a boy 15yrs
erla is in mark hughes office and sitting in his chair and with a view over la
erla is busy in the home with the girls
erla is an acronym
erla is very fragile and can be knocked off line easily
erla is collecting all our pictures bay
erla is currently a satan worshiper who works at her local grocery store in iceland
erla is providing through the learning centre
erla is a bit loopy and totally fun
erla is a five year old chestnut mare with a very interesting pedigree
erla is moving

And now u know it all!!!!
Veistu ekki allt um þig kíktu þá hingað

mánudagur, mars 01, 2004

Nafn dagsins: ABDUL sjá skýringar á sleggjunni
Þetta með AA-fundinn gekk ekki alveg eftir.....því miður......eða ekki....jú aðallega miður þar sem að ég átti eiginlega að skila verkefni úr þessu um helgina --- verða bara að vona að kennarinn sé einstaklega skilningsrík kona með húmor fyrir því sem gerðist!!

Annars var helgin í rólegri kantinum með sjónvarpsgláp á föstudegi.......þrusugóðum og úrslitagóðum bikarleik karla í handbolta þar sem gulir og glaðir KA-menn fóru með sigur úr býtum. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér sársaukann og erfiðleikana sem góðir stuðningsmenn þurfa að ganga í gegnum....finnst hreinlega núna eftir eigin reynslu að þeir ættu að fá borgað fyrir þetta.......hvers vegna spyrjið þið ófróðu kannski nú......
But here´s why:

1) Maður þarf að klappa ALLAN tímann......klappa til að hvetja liðið sitt.....og svo klappa til að trufla mótspilarana...klappa klappa klappa...bara í mismunandi takti.

2) Maður þarf að reyna mjög mikið á raddböndin.....öskra til að hvetja sína menn.....öskra til að trufla hina.....öskra til að fagna marki.....öskra til að blóta dómurunum.......og öskra af vonbrigðum.

3)Maður þarf að vera MJÖG sáttur....því þröngt mega sáttir sitja og þarna var sérstaklega þröngt setið....slíkt orsakar hita og svita samfara misgóðri lykt nálægra. Öll föt þarfnast því góðrar skolunar eftir leik.

4)Maður er líkamlega og andlega búinn eftir slíkar þolraunir..........dofnar og aumar hendur......hæsi í tali......svitaböðuð föt og ýmis önnur óþægindi fylgja. Er samt ekki frá því að ég hafi mjókkað.... svo þröngt var um fólk!!!!!

Þetta var hins vegar geigvænlegt stuð.......miklu skemmtilegra en að horfa heima í stofu!! Kannski ég sæki um vinnu sem stuðningsmaður....ég er nefninlega ógeðslega góð í því!!!!

Stjörnu helgarinnar fær svo Snorri Örn Clausen fyrir að bjóða óendanlega mikilli samansuðu af ólíku fólki í partý á laugardaginn.........það er greinilegt að dömur í Rúmfatalagernum fá ekki vel borgað og hafa því eingöngu efni á einstaklega smáum efnispjötlum sem þær nota til að hylja hið allra heilagasta --- litlu greyin -- það hefur kannski enginn ennþá bent þeim á Hjálpræðisherinn en þar ´má finna hlý, góð og efnismikil föt.....föt með reynslu.....föt sem reyndar eru a.m.k. 20 árum eldri en þær....fyrir lítinn sem engan pening!!

Rebekka..ég sakna þín líka

Aðra stjörnu fær systir mín, hin algóða, alfagra og alvitra Soffía fyrir að lána mér fartölvuna sína......nú loksins get ég verið alvöru Háskólanemi!!!

Kiddi a.k.a. BubbiElli fær stjörnu fyrir að koma suður um helgina, Herdís hans Himma fyrir að mæta loksins í partý með okkur, Villi fyrir að elda handa mér í gær og hmmmmmmmmm neibbs engar fleiri stjörnur gefnar í dag!!