mánudagur, apríl 23, 2007

Þá er þrekvirki síðustu fjögurra daga lokið og ég búin að skila af mér drengjunum mínum þremur. Og ótrúlegt en satt þá er ég bara nokkuð vel sofin! Það verður samt ótrúlega gott að koma heim í kvöld, þurfa ekki að gefa að borða, skipta um bleyjur, skeina, bursta fleiri tennur en mínar, þvo andlit, hendur, lesa barnabækur, syngja og svæfa og vera síðan með annað eyrað opið ef að einhver skyldi vakna…. Í kvöld ætla ég bara að hoppa beint upp í rúm og ekki hafa áhyggjur af neinu nema að vakna á réttum tíma í fyrramálið!!!!

Það tekur reyndar ekki við neitt frí þessa vikuna. Vinnan eins og venjulega og svo meiri vinna á kvöldin – ooooo get ekki beðið eftir næstu helgi.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Ég kom heim frá Skagabeach á laugardagskvöldið. Búin að stjana við pabba gamla á tá og fingri, sofa út, elda mat, fara í gönguferðir, lesa, taka myndir og liggja í pottinum. Ótrúlega notalegt að vera ekki á harðaspani í heimsókn – þjóta norður á föstudagskvöldi og aftur heim á Sunnudegi…núna gat ég notið þess miklu betur að koma heim í heiðardalinn!! Ég fór meira að segja í klippingu – sem tókst vel – og kostaði ekki nálægt því sem ég borga í klippingu hérna fyrir sunnan. Ég er næstum viss að það myndi borga sig að fara í hópferðir norður , þar sem allir færu í klippingu og snyrtingu. Spurning um að koma því á!!

Ég bloggaði sko fyrir norðan. Það var bara eitthvað helvíti að blogger.com því hann neitaði að birta færslurnar mínar. Reyndi líka að setja inn slatta af myndum en það var ekki að virka heldur.

Afmælisbörn gærdagsins fá bestu kveðjur í tilefni dagsins en þær eru allar merkar skagastrandarmær:
Bjarney Katrín, Elva Dröfn og Guðrún Ásta ---- til lukku með gærdaginn.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það var hræðilegt að horfa á fréttir af skotárásinni í Virginíu í gær. Á fjórða tug virðist hafa fallið og enn fleiri særst og allt virðist þetta í fyrstu vera verk afbrýðiseminnar. Þvílík afbrýðisemi…..en að sjálfsögðu var þetta eitthvað miklu meira en það. Fólk sem er heilt á geði bregst ekki svona við. Mér fannst samt fáránleg ein fyrirsögnin á mbl.is þar sem stóð “Bush harmi sleginn vegna fjöldamorðanna í tækniskólanum í Virginíu”. Hver var ekki harmi sleginn yfir þessum atburðum og hverjum er ekki nákvæmlega sama hvort að Bush segist vera það eða ekki. Bush virðist ekki harmi sleginn yfir neinum þeirra óteljandi mannslífa sem hann hefur á samviskunni – hann er ekki harmi sleginn yfir öllum þeim börnum sem að látið hafa lífið í stríðinu, né yfir börnunum sem misst hafa foreldra og aðra ættingja í stríðinu, né yfir öllum þeim sem hafa misst heimili sín, búa við stöðugan skort á nauðsynjum, menntun og öryggi. Þess vegna gæti mér ekki verið meira sama um hverjar tilfinningar Bush eru í þessu máli og finnst óviðeigandi að gera það að fyrirsögn fréttar um þessa ömurlegu atburði.


Mig langar líka að minnast tveggja ungra manna; Óskars Inga og Benedikts Inga sem yfirgáfu þennan heim langt fyrir aldur fram nú í apríl. Fjölskyldum þeirra og vinum votta ég innilega samúð og vona að þau finni styrk til þess að takast á við sorgina.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Ég hef staðið mig að því að undanförnu að vera að raula lagstúfa í tíma og ótíma. Það væri svo sem alltí lagi ef þetta væru ekki allt jólalög. Ég skil engan veginn hvers vegna í ósköpunum heilinn á mér spýtir bara út jólalögum. Ég er ekkert sérstakt jólabarn og hef síðustu ár meira að segja tekið upp á því að nenna ekki að standa í þessu jólastússi. Samt baka ég ekki jólasmákökur, held jólaboð eða geri allsherjar jólahreingerningu. Ég held að ég sé bara komin með leið á þessari jólafirringu sem er alltaf í gangi. Ég legg þó alls ekki til að jólin verði lögð niður – ég er alltaf til í gott frí og góðan mat.

Annars er ég að fara í hálfgert frí núna á eftir – ætla að bruna norður á Skagaströndina og sjá um að pabbi fari sér ekki að voða og fái nú að borða…svona nýkominn úr langri sjúkrahúslegu. Kannski ég reyni að slappa svoldið af líka (ekki það að ég sé mjög stressuð dags daglega), hugleiði smá, lesi bók og láti svo daginn líða úr mér í pottinum á kvöldin – mmmmmmm……

Þegar ég kem heim aftur verðum við orðin þrjú í heimili (+ Lotta). Við Villi höfum tekið ungan dreng að nafni Baldvin í fóstur í tvo og hálfan mánuð. Baldvin er hvers manns hugljúfi og því ætti þetta ekki að verða erfitt. Að auki ku hann vera góður kokkur og snilldar bakari þegar kemur að skúffukökum.

Í tilefni 11. apríl vil ég óska afmælisbörnunum til hamingju með 27 ára afmælið:
LÓA - SNORRI CLAUSEN - SIGGA OLGA og ADDI SIGURJÓNS - til lukku með daginn...it´s all downhill from here.

Að lokum vil ég benda á að Rebekka er loksins farin að tjá sig í netheimum aftur og nú á nýrri glæsilegri síðu - REBEKKA
og meira að segja Doddus líka - hann má finna hér