Það er í dag sem við konur (og karlar) ætlum að leggja niður störf kl. 14:08 enda búin að vinna fyrir laununum okkar og engin ástæða til að vinna sjálfboðavinnu restina af deginum. Ég var reyndar spurð í gær hvort að ég gæti nú ekki lagað til, vaskað upp og skúrað - svona víst ég yrði í fríi!!!!!!! Já sá var heppinn að ég er ekki harðkjarna feministi því þá hefði gærkvöldið endað með einhverju öðru en rólegheitum!
Þrítugsafmæli Villa var haldið á laugardagskvöldið og tókst með eindæmum vel....rauðvín, hvítvín, skot, kapteinn og fleira rann niður í lítratali.....ostar,vínber,jarðaber og súkkulaði sömuleiðis og allir í góðum gír. Merkilegt hvað litla íbúðin okkar rúmaði þennan fjölda vel. Og takk þið öll sem mættuð og þá sérstaklega Kiddi og Hólmar sem að létu það ekki eftir sér frekar en fyrri daginn að keyra frá Akureyri til að samgleðjast!! En það er á tímum sem þessum (og reyndar fleirum) sem ég vildi óska þess að ég ætti uppþvottavél enda nær hvert einasta glas á heimilinu óhreint og þó eigum við mikinn fjölda glasa. Það er líka á tímum sem þessum að ég vildi að fólk væri ekki fífl en einhverjum fíflum datt nefninlega í hug á aðfaranótt sunnudags að það væri örugglega góð hugmynd að stela þurrkaranum okkar!!!!!!! Aaaaarrrrrg!!! Hver stelur þurrkara....gömlum þurrkara...og dröslast með hann um miðja nótt út í buskann?!! Ég meina viðkomandi hefði getað stolið þvottavél, tölvum, sjónvarpi, öðrum nýrri þurrkara og fleiri hlutum úr sameigninni. En eins og ég sagði þá var það fífl sem stal þurrkaranum og þetta sannar það enn frekar. En ef þið skylduð vita eitthvað um þurrkarahvarfið mikla þá endilega látið vita - minnstu vísbendingar sem hugsanlega virðast ekki mikilvægar gætu varpað mikilvægu ljósi á málið....hlutir eins og:
-stalst þú þurrkaranum og manst það ekki sökum ölvunar?
-Sástu grunsamlegt fólk burðast með ferhyrnt ferlíki í gegnum hjólageymsluna í skjóli nætur
-þekkir þú einhvern sem að er með þurrkaraáráttu?
-Þekkir þú einhvern sem að bráðvantar þurrkara og helst gamlan?
Ef svörin við einhverri þessarra spurninga er "já" þá vinsamlegast hafið samband....ef þú veist ekki númerið þá veistu mjög líklega heimilisfangið!