föstudagur, október 21, 2005

Já mín er komin aftur til landsins, sæl og glöð yfir vel heppnaðri ferð til elsku Slóveníu. Fengum "far" með leiguflugi beint til Ljubljana sem var kærkomin breyting frá tengifluginu. Íslendingarnir voru samir við sig í flugstöðinni og sátu að sumbli klukkan sex að morgni. Þó mér þyki sopinn góður hafði ég ekki í mér að falla inn í fjöldann á þessum tíma. Gamanið hélt svo áfram í flugvélinni þar til vín og bjórbirgðir vélarinnar voru uppurnar. Á göngunum mynduðust hópar og einn sem hafði verið duglegur á því var ekki langt frá því að vera handtekinn sem flugdólgur - hann slapp þrátt fyrir að öskra yfir alla rétt fyrir lendingu að nú myndum við hrapa, þetta væri búið en við gætum öll dáið glöð! Hálfviti!
Ferðin var frábær og einkenndist af rólegheitum, heimsóknum til ættingja, labbi í garðinum og skoðunarferðum til Bled og Bohinj. Komum svo heim síðla sunnudagskvöld og sluppum við að verða stoppuð í tollinum - þeir hafa verið í góðu skapi tollararnir.

Ástin mín átti stórafmæli á miðvikudaginn - þrítugur strákurinn - gott að eiga svona þroskaðann mann :o) Í tilefni þess fórum við með tengdó út að borða á VOX, fengum frábæran mat og þjónustu. Mæli eindregið með dinner þar.

Annað kvöld verður svo afmælisfagnaður heima, opinn bar og eitthvað af munsli - kannski helst til lítið pláss en þröngt mega sáttir sitja og sumbla. Við verðum bara að geyma dansinn þar til í bænum.

Hef ákveðið að enda þetta á afmælisknúsum til afmælisbarnanna sem fagna þessa dagana:
Knús Villi minn
Knús Heiða Hrönn
Knús Salóme
Knús Inga slynga
Knús Rebekka
Knús Inga Heiða

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home