fimmtudagur, júlí 31, 2003

Geisp......ég er svo þreytt og mig langar svo að fara að sofa...eeennn það má ekki því þá vakna ég ekki fyrr en um miðnætti og missi af heilu fimmtudagskvöldi sem væri náttúrulega synd og skömm...þegar maður gæti verið að drekka meiri Faxe og svona....verð nú að klára ferðatöskuna áður en ég kaupi meira fyrir helgina!!!
Mér leiddist í gærkvöldi.......sjónvarpsútsendingar lágu niðri á hæðinni...hafa reyndar gert það síðan í fyrradag og ég ein heima með Faxe...og þó að bjór sé vinur minn þá er hann ekki mjög skrafhreifinn :o( Svo það endaði með því að Arna mín kom og við skruppum á Vegmót í einn öl....Inga mætti meira að segja eftir vinnuna sína. Silla var að vinna....sko Silla sem var á Skógum (for those who don´t know what I´m talking about)...vorum samt ekki vissar fyrst ..... hún greinilega ekki heldur.......en við þekktumst sko á endanum...hmm ef það er hægt að segja svoleiðis!!!

BÓK ÖRLAGANNA
..er snilldarbók....skrifuð af einhverjum greifa um 1850 og þýdd á íslensku 1952. Þessi bók er eins og bókin með svörin....bara miklu miklu miklu miklu betri og skemmtilegri. Með 140 ákveðnum spurningum sem þú getur valið og svo dadadadada soldið svona prógress og svo færðu svarið þitt. Svona til að segja ykkur þá leit sumt nú ekkert voðalega vel út fyrir mig ....en í stuttu máli þá mun ég eignast fleiri börn en ég á skilið og deyja hræðilegum dauðdaga en samt ekki fyrr en ég er búin að sjá barnabarnabörnin mín!! Fleiri börn en ég á skilið.....ég hlýt að verða einhver hroðaleg manneskja í framtíðinni...veit að ég á mínar slæmu hliðar í dag en ekki nógu margar til þess að verðskulda svona drull!! En þar sem ég á ekki þessa bók þá hringdi ég á fornbókasölur borgarinnar og á þeim stendur nú yfir leit að þessari bók fyrir mig.....mjög hjálpsamt fólk í svona búðum...þannig að þegar ég fæ hana vonandi loksins geta allir komið að heimsækja mig og komist að örlögum sínum hjá ÖRLAGA-ERLU!!!

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Sko sumir voru ad pirra sig a tvi hvad fontid vaeri litid...svo eg staekkadi tad adeins ....... :o)
Alveg merkilegt hvad vedurgudirnir turfa ad vera ohlidhollir Verslunarmannahelgum og odrum agaetis djamm-helgum. Hvad er tildaemis med vedrid tessa dagana og ekki er spain miklu betri......ekki tad ad vedrid hafi had snilldar kountryhelgi sidasta sumar :o) Svo er allt gaman i godra vina hopi.....samt betra ef madur hefur heimahus til ad hlaupa ?!!!!

EnglaralheimsmadurinnVid Rebekka og Eva Maria komumst ad tvi a Sunnudagskvoldid sidasta tegar vid vorum ad fa okkur sidasta bjor helgarinnar a Vegamotum ad Englar Alheimsins hafa alid af sér menn sem hljota ad dast mjog af akvednum atridum i myndinni. tannig var nefninlega mal med vexti ad rétt hja okkur sat nokkud skuggalegur madur...ja kannski ekki skuggalegur en undarlegur engu ad sidur med mikid har og mikid skegg - hefdi getad verid misskilinn listamadur....allavegana misskildum vid hann tegar hann var ad reyna ad starta samraedum vid okkur......hmm ja kannski var tad nu reyndar viljandi sem vid skildum hann ekki....hann var nebbninlega ekki tessi typa sem madur nennir ad spjalla vid a kaffihusi ....ja og hvergi annarsstadar held ég. En allavegana tessi agaeti madur, sem vid komumst ad ad var ekki misskilinn listamadur heldur Engill Alheimsins med nokkrar lausar skrufur, hafdi semsagt pantad sér mat og tilheyrandi fyrr um kvoldid og hafdi lokid vid ad svolgra i sig tveimur hvitvinsfloskum af dyrustu tegund...og snikt nokkrar sigarettur af mér.....nu tegar hann var buinn ad eta naegju sina stod hann bara upp og labbadi ut.....dadadadada en svoleidis ma ekki gera tho madur sé Engill Alheimsins svo starfsfolkid elti hann ut a gotu og kom honum aftur inn.........enda hefdi hann nu varla getad farid langt jafn valtur og hann var. Eftir toluvert langar vidraedur vid manninn komust tau ad tvi ad fatt var um fina sedla hja herranum.....og tvi var brugdid a tad rad ad hringja i laganna verdi og lata ta um ad koma honum til hjalpar. Raddir heyrdust a svaedinu ad sa hinn sami hefdi leikid tetta eftir a fleiri stodum en Vegamotum ---- kannski tetta verdi svona hja okkur blanka folkinu innan tidar......hver veit?!!!!


þriðjudagur, júlí 29, 2003

Það er nú ekki hægt að segja annað en að sumarið sé búið að vera nokkuð viðburðaríkt héðan af.....allavegana töluvert skemmtilegra en síðasta sumar en þá var varla að maður færi fram yfir borgarmörkin!! Þetta sumarið er ég nú búin að afreka töluvert eins og ferðir til Akureyrar, til pabba á ströndina og mömmu á tangann! Að sjálfsögðu eru ákveðnar helgar sem standa uppúr og sem dæmi má nefna....

1. helgin í júlí
Þá helgina var eins og margir vita mikil djammhelgi og meðal annars var háskólaútilega á Skógum. Nú ég, Arna, Himmi og Danni gerðumst brjálaðir Bronco töffarar ( Danni samt ekki í fyrsta skipti þar sem að hann var bíleigandinn) og fórum í samfloti við hina Broncotöffarana, Gunna, Matta, Sillu og Mæju til Skóga. Það gekk nú frekar hægt að komast af stað þar sem að Gunni Broncotöffari kom c.a. tveimur tímum og seint úr vinnunni (erfitt að vera svona ómissandi) það og fleiri tafir ollu því að við vorum náttúrulega byrjuð að drekka ÁÐUR en við lögðum af stað!!! " Stelpur viljið þið ekki bara fara út og reykja á meðan" var án efa algengasta setningin fyrir brottför........sem við og gerðum í hvert einasta skipti. En þegar loksins var komið á Skóga...slógum við upp tjöldunum og PARTýTJALDINU hans Danna sem átti eftir að bjarga helginni þokkalega þrátt fyrir að ýmislegt gengi á!!!
Helgin tókst með eindæmum vel og var ótrúlega skemmtileg í hópi skemmtilegs fólks --- án efa ein af betri helgunum. :o)

Á góðri stund í Grundafirði
Sú helgi var nú bara síðustu helgi en þá lögðum við Rebekka upp í ferð til Grundarfjarðar....með Ingu slyngu í samfloti og Evu Maríu í aftursætinu. Á Grundarfirði beið Bjögga mín og fullt hús af fólki......grillmatur...veislumatur...vín og bjór og fullt af skemmtilegu fólki. Okkur til mikillar gleði hittum við 'Idu og Sigga, Dabba diggler, Hlyn stóra og Hlyn litla, Bensa Svanhildarfrænda og Hafliða Svanhildarfrænda, Láka og fleiri snillinga sem gerðu helgina enn skemmtilegri!! Grundafjörður er hér með settur á kortið sem eitt flottasta og skemmtilegasta krummaskuð á landinu og eftir að hafa farið nú í annað skiptið á Grundarfjarðardagana hefur sú ferð verið gerð að árlegri skyldu...svo lengi sem Bjögga og fjölskylda meika það!!!

Akureyri.....17. júní helgina!
Ja sko það sem stendur uppúr það djammið er að hafa fengið að fylgjast með Himma, Danna, Hólmari og Kidda taka lagið í Karókí á Pollinum.......lífsreynsla sem aldrei gleymist! :o)

Svo er náttúrulega Verslunarmannahelgin næst á dagskrá......planið er að kíkka á Kántrý til pabba og á Halló Akureyri af því að þangað virðast allir ætla að fara.....eða er það ekki annars?