fimmtudagur, ágúst 31, 2006

HJÚKK!!!!
Ég er enn á lífi, þrátt fyrir að “indíáni þrumuský” hafi enn verið reiður við mig á fundinum, eftir fundinn og verði ábyggilega á næstu fundum. Að öllum (eða amk mér) óvörum hef ég öðlast einhvern óvæntan innri styrk til að takast á við svona menn. Ætli reynslan úr vinnunni sé ekki eitthvað að skila sér!
Ætla að skella mér á staffadjamm á morgun sem hefst með spennandi liðakeppni í einhverju sem að ég veit ekki hvað er, síðan verður farið eitthvert ég veit ekki hvert og líklega endum við einhversstaðar í bænum…spurning hvar! Verð að fara að koma upp með eitthvað slagorð fyrir liðið mitt – jafnvel búninga og tilheyrandi….svona til að skapa réttu stemminguna og liðsandann. Góðar hugmyndir alltaf vel þegnar!

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

ÖRLAGADAGURINN – í lífi Erlu

Í dag er örlagadagurinn minn. Í dag var ég næstum því rænd og barin af uppdópuðum útlendingi sem lyktaði eins og hann hefði verið geymdur undir handarkrika á áttræðum manni um dágott skeið. Hitti fyrir barnaníðing, morðingja og dópsala – allt sitthvor maðurinn, þó að þeir eigi þetta kannski allt sameiginlegt. Þegar ég fer heim ætla ég að keyra krókaleiðir til þess að vera viss um að þeir elti mig ekki heim.
Í kvöld er svo húsfundurinn sem allir hafa beðið eftir en enginn vill mæta á. Fundurinn sem ég er ábyrg fyrir og hefur hleypt illu blóði í ákveðna aðila sem þessu tengjast, aðila sem hafa hringt í mig fjúkandi reiðir yfir veseninu í mér, aðila sem virðast hafa þröngvað væntanlegum framkvæmdum upp á meirihlutann, aðila sem héldu að það væri sniðugt að hafa mig með í nefnd því að það gæti ekki annað verið en ég myndi bara sitja, brosa og þegja, enda er ég ljóshærð og varla með vit í kollinum. Já þeim var töluvert brugðið körlunum og hugsa mér víst þegjandi þörfina í dag. En það má bara ekki láta vaða yfir sig daginn út og daginn inn.
Það verður víst komið í ljós um níuleytið í kvöld hvort að ég er lífs eða liðin – hver sigraði og hver þarf að fara súr og svekktur að sofa í kvöld!

Þætti vænt um styðjandir hugsanir frá 19:30 – 21:00 í kvöld og vona að við eigum eftir að sjást síðar

Erla – bál og brandur

mánudagur, ágúst 28, 2006

Þá er þriðja Akureyrarhelgin í ágúst afstaðin og tókst nokkuð vel. Óvænta afmælisveislan fyrir Árna heppnaðist frábærlega, reyndar svo vel að sumir gestanna sváfu fram á laugardagskvöld! Ég var ekki í þeim hópi, entist þó til að ganga fimm en tók þá skynsemina á þetta og fór heim (til Benna) að sofa. Við Villi reyndum svo að vera menningarleg á Akureyrarvöku (menningardögum Akureyringa)....það er skemmst frá því að segja að það misheppnaðist algerlega. Röltum á Karólínu og fengum okkur appelsín, nenntum ekki á listasafnið eða önnur gallerí, misstum af dagskránni á torginu og vorum svo þreytt um kvöldið að við beiluðum á djamminu, yfirgáfum gestgjafana okkar og sofnuðum síðla nætur úti í sveit!
Nú verður tekin Akureyrarpása í dágóðan tíma - því enginn hefur gott af því að fá of mikið af hinu góða..

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ég bið mína örfáu lesendur afsökunar á bloggleysinu…..en ég ákvað að taka bloggfrí um leið og sumarfrí…..sérstaklega þar sem að ég er ekki nettengd heima í glæsiíbúðinni minni. Það er orkuveitunni að kenna sem enn hefur ekki troðið ljósleiðaranum sínum/mínum í gagnið..við nenntum ekki að vera að fá okkur tengingu þar til það verður til. Þá á þetta víst að vera alveg supertenging, súpersími og súpersjónvarp og því verður engin ástæða fyrir mig að fara út úr húsi. Tala nú ekki um þar sem að nú hef ég mitt 42” plasma fyrir mig og á meðan getur Villi horft á 32” LCD sjónvarpið sitt, ég verið í tölvunni minni og hann í sinni, ég spilað á eitt piano og hann á hitt. Við getum meira að segja sofið í sitthvoru rúminu!!! Semsagt – enginn ágreiningur – ekkert vesen. Ég í mínu horni, Villi í sínu horni. Er hægt að biðja um meira? ;o)

Annars verð ég að segja að það var hreinlega þess virði að hætta í skólanum og fara að vinna – bara fyrir sumarfríið. Sumarfrí er lúxus – sumarfrí er frábær hugmynd og alger lúxus eftir að hafa stritað myrkranna á milli síðustu óteljandi sumur…bara til þess að eiga fyrir bjór um helgar – og kannski smávegis matarbita á köldum vetrarkvöldum. En núna jahá núna er ég nýtur þjóðfélagsþegn, borga allt of mikið af sköttum, á mína eigin íbúð, eigin kött, eigin mann (í tveimur orðum ennþá) og eigið sumarfrí….þvílík snillllllld!

Sumarfríið skiptist í fjóra hluta:

1. Verslunarmannahelgi á Akureyri …..þar sem mestum tíma var eytt á Gránufélagsgötunni hjá Árna og Sunnu en einnig hjá Kidda og á torginu hjá Hólmari og Benna. Minni tími fór í að skoða mannlífið og sóðaskapinn utandyra. Héldum líka grillpartý á Björg, forum í pottinn, á trúnó, dönsuðum, rifumst, kysstumst og knúsuðumst langt fram á morgun.
2. Á þriðjudeginum keyrði ég svo heim á Ströndina í rólegheit og vellystingar hjá pabba og afa og ömmu. Borðaði góðan mat, tók bíltúra með pabba og lá í pottinum. Frábær afslöppun.
3. Kom heim á föstudagskvöld og fékk Anton og Erlu í heimsókn. Villi sofnaði út frá gleðinni en við héldum áfram niður í bæ. Þar sagði Anton skilið við okkur en við Erlurnar tjúttuðum lengi lengi. Vikan fór svo í heimilislegt stúss, fundavesen, húsfélagsvesen og aðra ánægjulega hluti.
4. Á síðasta föstudagsmorgun lá svo leiðin í afmælisferð tengdamömmu yfir Sprengisand. Reyndar byrjaði ferðin á því að það sprakk á bílaleigubílnum svo að við forum bara í morgunmat á Mílanó meðan Bílaleiga Akureyrar reddaði því. Gistum í Hrauneyjum á föst.d. nóttina, borðuðum sjúklega góðan mat og fórum í pottinn á eftir, keyrðum síðan í c.a 10 tíma á laugardeginum með viðkomu á Restaurant Goðafossi um kvöldið. Við hjúin tókum svo flug suður aftur á sunnudagskvöld.


Ég er strax farin að hlakka til næsta sumarfrís!!!
Myndir á myndasíðunni…..ef ég næ að setja þær inn áður en að vinnudegi lýkur!!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

SUMARFRÍ ...ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ SUMARFRÍ!!
Það er loksins komið að því!! Eftir 6 klukkustundir verð ég komin í langþráð sumarfrí (PART II). Ég sé að veðrið hefur ákveðið að taka þátt í þessari gleði með mér - ég og sólin brosum báðar hringinn! Stefnan er tekin á Akureyri á morgun og ef einhver er á leiðinni þangað og vantar far og er til í að splitta bensíninu þá er nóg pláss ennþá. Ég nenni nefninlega eiginlega ekki að keyra ein.....ekki svona langt allavegana!

Annars vil ég hvetja alla til þess að fara á Neistaflug um helgina þar sem hann Sindri minn mun stjórna brekkusöng á Sunnudagskvöldið. Eins og allir vita eða hafa frétt er stanslaust stuð og stemming á Neistaflugi og Nobbararnir engum öðrum líkir hvað það varðar. (Var þetta nógu gott Sindri minn?) Læt fylgja mynd af Sindra..svona svo þið þekkið hann úti á götu.


Búin að henda inn myndunum frá Grundarfirði og Sigurrósartónleikunum