miðvikudagur, júlí 13, 2005

Father, it´s been a week since my last confession!!

Ég gef mér því tíma til þess að setjast í skriftarstólinn enda ánægjulega, óeðlilega lítið að gera í vinnunni í dag ólíkt síðustu vikum.

Það er reyndar ekkert að frétta....helgin var með rólegra móti, spilaði póker við Villa, Nökkva, Hössa og Stjána langt fram á nótt og kíkti svo aðeins í bæinn. Rest helgarinnar fór í sjónvarpsáhorf og snatt fyrir pabba. Ég var því hressari en oft áður þennan mánudagsmorguninn en marga aðra!

Það styttist óðum í næstu helgi, það er samt allt of mikill föstudagur í mér í dag. Skipperinn ætlar að halda upp á 25 ára afmælið sitt með stæl á föstudagskvöldið og síðan er eitthvað verið að tékka á útilegu á laugardeginum....veit ekki hvað verður úr því enda veðrið miður skemmtilegt þessa dagana – verst að eiga ekki bara sumarbústað!

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum í dag þegar ég uppgvötaði að ég hafði misst af tónleikunum hjá Antony á NASA........það virðist kannski ekki lýsa miklum áhuga að hafa misst óvart af þeim en málið er að það var búið að auglýsa þá svo lengi að ég gleymdi þeim....já já svona geta hlutirnir gerst eða ja´sem sagt ekki gerst í þessu tilfelli!

Þetta sumar stefnir hraðbyri að því að verða eitt óviðburarríkasta sumar lífs míns í mína óþökk. Í fyrra fór ég í a.m.k þrjár útilegur, hélt fjölmörg grillmatarboð, fór á kaffihús og djammaði. Þetta sumarið hef ég ekki einu sinni tíma til þess að bjóða fólki í mat.......já þetta er sorglegt líf, á sorglegu sumri í sorglegu veðri og sóun á góðu grilli, góðum vinum og góðum stundum...............

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Geðveikt lítið að gera í vinnunni þennan morguninn – sit bara og borða pizzasnúða, skyrdrykk og súkkulaði, renni í gegnum bloggsíður og dreymi dagdrauma. Nýja afleysingastelpan spurði áðan hvað hún ætti eiginlega að gera þegar væri svona lítið að gera...ég benti bara á mig og sagði “þetta”. Svo nú situr hún og vafrar á netinu þriðja daginn sinn í vinnunni! Það getur sko enginn sagt að ég sé ekki góður og gagnlegur kennari!

Annars er svoldið langt síðan ég hef bloggað og því hef ég ákveðið að rifja upp hvað á daga mína hefur drifið síðustu daga.

HIMMAAFMÆLIÐ
Á föstudaginn var 25 ára afmæli hjá Himma Krimma. Þar var boðið upp á léttan grillmat, bjór og úrval af bollum (drykkur). Partýið byrjaði rólega og sátu menn ýmist úti í garði eða í stofunni...þegar alkahólið fór að segja til sín hýrnaði heldur yfir liðinu og tóku ófáir lagið í Singstar. Þar á meðal ég......og ég er enn miður mín enda ekki söngkona af guðs náð. Hersingin lagði svo af stað í bæinn og mætti galvösk á Óliver eftir krókaleiðir inn um portið, bakdyr og eldhúsið. Eins og vanalega var troðið út úr dyrum og svoleiðis stemmingu fíla ég ekki alveg nógu vel svo mín stakk af í öryggið á 22 þar sem Sunna og Árni höfðu komið sér fyrir. Restin af nóttinni var töluvert áhugaverð án þess að ég greini kannski frá öllu því sem gerðist. Ég hins vegar hef gaman að segja frá því að á 22 fyrir hitti ég (eða hann reyndar fyrir hitti mig með því að setjast hjá mér) mann á besta aldri (= ekki enn orðinn fertugur) sem heillaðist svo af fegurð minni, sjarma og gáfum að annað eins hafði hann aldrei upplifað. Heillaður uppúr skónum (af skiljanlegum ástæðum enda ég ekki þekkt fyrir annað en að vera upp á mitt besta á öllum sviðum eftir ómælda áfengisdrykkju) reyndi maðurinn hvað eftir annað að fá að kyssa mig og leiða mig og strjúka mér og reyna að heilla mig á móti. Það er skemmst frá því að segja að það gekk ekki --- myndarmaður samt......aðeins í eldri kantinum fyrir mig.....fráskilinn þriggja barna faðir.......sem vílaði ekki fyrir sér að reyna að næla sér í konu sem hann vissi að væri í sambúð!!!!! Ussussuss! Ég flýði á endanum......en hann elti....svo flýði ég aftur og í þetta skiptið út.....hann reyndi að elta en ég fann mér skjól meðal spánverja og portúgala á götunni og með þeim hélt ég út í nóttina og skrafaði til sjö – þá var tími á heimför. Það er skemmst frá því að segja að ég var ónýt daginn eftir enda ekki lengur þekkt fyrir að fara síðust heim....en það er samt gaman – svona stundum að minna sig á að djammarinn býr enn þá í manni!!

föstudagur, júlí 01, 2005

Það er eitthvað rugl með þessar bloggsíður - óþolandi! En ég ætla að testa hvort að mér takist að blogga:
Byrja:
Ég byrjaði daginn glæsilega og steinsvaf yfir mig og mætti ekki í vinnuna fyrr en rétt fyrir 11:00 ´Þetta var ekki góður dagur til þess að sofa yfir sig - ég á að opna, missti af starfsmannafundi og var svo í atvinnuviðtali hjá yfirmanninum þar sem ég sótti um fasta stöðu....semsagt ekki of góður dagur til þess að mæta seint.
Var að vinna til 23 í gærkvöldi - Svanhvít og Bjarki skelltu sér á Duran Duran og var víst um brjálaða stemmingu að ræða!

Afmæli hjá Himma í kvöld sem kallar á smávegis öldrykkju og tilheyrandi. Á morgun er planið að grilla með Árna og Sunnu, taka kannski létt spil og svoleiðis. Annars er stelpu partý hjá Inguslyngu.....síðast kokteilstelpupartý tókst víst með eindæmum vel...ég var farin heim um miðnætti og missti því af mesta fjörinu - aldrei að vita nema maður kíkki eitthvað!

Það er því engin útilega þessa helgina - en sveitin hans Himma bíður næstu helgi

Góða helgi
Litla systirin feita