Það eru að koma jól og ég er enn að vinna....ég verða að vinna alveg þar til jólin fara að pikka í öxlina á mér og tosa í stóru tánna en það gerist yfirleitt seinnipart Þorláksmessu. Þá ætla ég líka að loka búllunni og bruna norður á leið til að eyða hátíðinni með fjölskyldunni - nema Villa sem ætlar að hanga í pilsfaldi móður sinnar þessi jólin ;o) Ég ætla að byrja á ströndinni og vera á aðfangadagskvöld með pabba, ömmu og afa og Hrefnu frænku - á jóladag mjaka ég mér svo aftur suður á bóginn og fer til mömmu og Gumma. Annan í jólum mun ég svo heiðra borgarbúa á ný með nærveru minni enda vinnandi kona og jólin í ár eru okkur ekki svo hliðholl.
Það verða svo Akureyringar og nærsveitamenn sem fá að njóta félagsskapar míns um áramótin. Ætla meira að segja að reyna að vera í fríi 30. des og 2. jan til að hafa nógan tíma til undirbúnings og til þess að jafna mig. Ég vil svo í leiðinni minna fólk á að ég á afmæli 1. janúar þannig að um leið og þið eruð búin að kyssa fjölskyldu og vini gleðilegt ár þá er dagurinn/nóttin mín og ég tek glöð á móti heillaóskum í hvernig formi sem er.
Nýju ári fylgja svo nýjir tímar og tækifæri til að bæta lífið og standa við nýársheitin. Mín eru fjölmörg en fá ekki birtingu hér - vil síður láta hanka mig á ef ég stend ekki við þau!
En ég vil óska ykkur elsku yndin mín, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vona að ég hitti sem flesta yfir hátíðirnar - gleði og friður fylgi ykkur öllum.
(ath. ef fleiri vilja láta kommenta um sig þá skoða síðustu færslu)
Jólaknús
Erla María
Það verða svo Akureyringar og nærsveitamenn sem fá að njóta félagsskapar míns um áramótin. Ætla meira að segja að reyna að vera í fríi 30. des og 2. jan til að hafa nógan tíma til undirbúnings og til þess að jafna mig. Ég vil svo í leiðinni minna fólk á að ég á afmæli 1. janúar þannig að um leið og þið eruð búin að kyssa fjölskyldu og vini gleðilegt ár þá er dagurinn/nóttin mín og ég tek glöð á móti heillaóskum í hvernig formi sem er.
Nýju ári fylgja svo nýjir tímar og tækifæri til að bæta lífið og standa við nýársheitin. Mín eru fjölmörg en fá ekki birtingu hér - vil síður láta hanka mig á ef ég stend ekki við þau!
En ég vil óska ykkur elsku yndin mín, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vona að ég hitti sem flesta yfir hátíðirnar - gleði og friður fylgi ykkur öllum.
(ath. ef fleiri vilja láta kommenta um sig þá skoða síðustu færslu)
Jólaknús
Erla María