fimmtudagur, desember 22, 2005

Það eru að koma jól og ég er enn að vinna....ég verða að vinna alveg þar til jólin fara að pikka í öxlina á mér og tosa í stóru tánna en það gerist yfirleitt seinnipart Þorláksmessu. Þá ætla ég líka að loka búllunni og bruna norður á leið til að eyða hátíðinni með fjölskyldunni - nema Villa sem ætlar að hanga í pilsfaldi móður sinnar þessi jólin ;o) Ég ætla að byrja á ströndinni og vera á aðfangadagskvöld með pabba, ömmu og afa og Hrefnu frænku - á jóladag mjaka ég mér svo aftur suður á bóginn og fer til mömmu og Gumma. Annan í jólum mun ég svo heiðra borgarbúa á ný með nærveru minni enda vinnandi kona og jólin í ár eru okkur ekki svo hliðholl.

Það verða svo Akureyringar og nærsveitamenn sem fá að njóta félagsskapar míns um áramótin. Ætla meira að segja að reyna að vera í fríi 30. des og 2. jan til að hafa nógan tíma til undirbúnings og til þess að jafna mig. Ég vil svo í leiðinni minna fólk á að ég á afmæli 1. janúar þannig að um leið og þið eruð búin að kyssa fjölskyldu og vini gleðilegt ár þá er dagurinn/nóttin mín og ég tek glöð á móti heillaóskum í hvernig formi sem er.

Nýju ári fylgja svo nýjir tímar og tækifæri til að bæta lífið og standa við nýársheitin. Mín eru fjölmörg en fá ekki birtingu hér - vil síður láta hanka mig á ef ég stend ekki við þau!

En ég vil óska ykkur elsku yndin mín, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vona að ég hitti sem flesta yfir hátíðirnar - gleði og friður fylgi ykkur öllum.

(ath. ef fleiri vilja láta kommenta um sig þá skoða síðustu færslu)

Jólaknús
Erla María

fimmtudagur, desember 15, 2005

Commentaðu með nafninu þín og....

1. Ég segi þér e-hvað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt

mánudagur, desember 12, 2005

ANTOHONY AND THE JOHNSONS´S

Fór á tónleikana með Anthony and the Johnson´s í gærkvöldi í Fríkirkjunni. Ég var búin að hlakka mikið til enda keypti ég miðana fyrir löngu síðan. Þegar við komum að Fríkirkjunni klukkan hálf átta var strax komin löng röð enda sæti ekki númeruð. Svæðin í kirkjunni vorum misdýr, svæði A og B niðri og Svalir A og B uppi. Ásóknin í miðana var greinilega gífurleg og við fengum ekki sæti nema í svæði B sem eru sætin sem eru hvað aftast í kirkjunni.
Tónleikarnir voru frábærir og tónlistin stóð alveg undir sínu. Ótrúleg rödd Anthony´s er einstök og unun á að hlýða. Í Morgunblaðinu í dag lofsöng blaðamaður tónleikana og sagði Fríkirkjuna frábæran tónleikastað. Og hann hefur rétt fyrir sér hvað varðar að tónleikarnir voru frábærir en að Fríkirkjan sé magnaður staður fyrir tónleika er aðeins rétt að nokkru leyti. Það er mögnuð stemning að hlusta á svona fallega tónlist í fallegri kirkju með kertaljós en það er greinilegt hins vegar að blaðamaður Morgunblaðsins hefur líklega setið framarlega í A-svæði því flestir aðrir sáu sama sem ekki neitt af hljómsveitinni sem dró úr ánægjunni af að vera á staðnum. Öðru hvoru mátti sjá fólk standa upp úr sætum sínum eingöngu til þess að sjá hvernig Anthony og hinir í hljómsveitinni litu út. Aðrir sem sátu fyrri hlutann voru staðnir upp og færðu sig upp að veggjunum seinni hluta tónleikanna til þess að njóta þess að bæði heyra og sjá tónleikana.
Ég fór tiltölulega sátt af viðburðnum, Anthony og félagar stóðu fyllilega fyrir sínu og leyfðju jafnvel okkur hinum að taka þátt en hins vegar varð ég fyrir vonbrigðum að hafa borgað minn 5 þúsund kall fyrir að sjá ekki neitt - hefði jafnvel bara getað keypt diskinn og hlustsað í rólegu og rómantísku umhverfi heima hjá mér og notið þess næstum jafn vel. Frammistaða hljómsveitarinnar fær 9.5 hjá mér en tónleikarnir lækka nokkuð niður fyrir það að meirihluti tónleikagesta sá lítið sem ekkert af meðlimum sjálfum.

föstudagur, desember 09, 2005

uuuuuu Jólahlaðborð með vinnunni í kvöld....brjáluð stemming og læti