þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Ó ljúfa landsbyggð
Já eins og allir sem þekkja mig vita þá er ég landsbyggðartútta og stolt af því – þó að foreldrar mínir, amma og afi og félagar mínir sem enn forðast borgarlífið haldi að ég sé orðin harðnaður Reykvíkingur – þá veit ég að þó að ég hverfi af landsbyggðinni þá hverfur landsbyggðin aldrei úr mér! Þetta fann ég þegar ég fór norður um helgina og stoppaði á tveimur aðalstöðunum norðan heiða....Hvammstanga og Skagaströnd. Þar býr fólk við ró og frið, hefur tíma til að elda hádegismat OG kvöldmat og slappa af eftir erfiðan vinnudag. Þvílík rósemdartilfinning sem helltist yfir mig þessa helgina, þreytan og stressið lak af mér um leið og ég keyrði niður af Holtavörðuheiðinni – kannski ég reyni að fara oftar!

Fólkið á landsbyggðinni er líka ótrúlega nútímalegt og kúl – á landsbyggðinni skiptir aldurinn ekki máli allavegana ekki í tilviki ömmu og afa sem tóku upp á því um daginn að kaupa sér geysiöfluga safapressu og líkamsræktarkort. Nú drekka þau amma (80) og afi (85) nýpressaða grænmetis- og ávaxtasafa á hverjum morgni áður en þau rölta í ræktina!! Hrefna frænka (93) nýtur einnig góðs af nýju safapressunni og þó hún hafi ekki fjárfest í líkamsræktarkorti fer hún út á skokkið daglega gefið að færið sé gott!!

Ég hef því í fyrsta skipti í langan tíma sett mér markmið – að byrja í ræktinni þegar ég kemst á níræðisaldurinn!!!!

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ég er sárlega móðguð....
Yfir því hversu fáir hafa kommentað á hinar meintu brúðkaupsmyndir....mér sem fannst við svo "fín"! Eða kannski heldur fólk að ég hafi í raun og veru gift mig og eru sárir yfir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið.......allavegana hafa nokkrir vinnufélagarnir trú á frumleika minn og þor í þessum efnum og héldu að ég hefði gengið í það heilaga með engum fyrirvara og leikrænum tilburðum! En bara svona til að árétta það þá voru þetta að sjálfsögðu halloween-myndir - held ég bjóði allavegana einhverjum vinum mínum þegar ég gifti mig - og haldi gervihlutum í lágmarki :o)

...en að öðru
Við erum búin að stækka svefnherbergið um eitt herbergi, brutum niður ógeðisskápinn sem hafði verið sérsmíðaður af rússnesku mafíunni og ætlum að sameina herbergin tvö í eitt. Við erum líka búin að mála og taka niður hræðilegu gardínurnar og í staðinn höfum við límt ruslapoka í gluggana - planið er samt ekki að þeir taki við af gardínunum til frambúðar...ef einhver var að velta því fyrir sér. Svo eigum við bara eftir að kaupa nýju fataskápana, setja þá saman, redda ljósunum og fínpússa. Eftir að það er búið ætla ég aldrei að fara úr svefnherberginu (nema kannski til að fara í vinnuna). Hlakka svo til að ég er jafnvel að hugsa um að halda svefnherbergispartý....svona eins og innflutningspartý!

Annars er ég að fara á söngleikinn Annie á eftir með Sólveigu bróðurdóttur, svo er það Hvammstangi á morgun og skagaströndin á laugardaginn - kyssa og knúsa fjölskylduna, borða góðan mat og koma svo suður aftur södd og sæl!

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

GENGIN Í ÞAÐ HEILAGA!

Eftir allan þennan fjölda brúðkaupa sem ég fór í í sumar rann upp fyrir mér að það er geðveikt kúl að gifta sig svo ég ákvað að slá til.....fyllti Villa og narraði hann upp að altarinu með áður óséðum tilþrifum!

...og síðan datt ég í´ða

Hér má sjá hluta af þeim ómetanlegu hjálparhellum sem aðstoðuðu mig við að láta Villa halda að þetta væri allt saman plat - hahahahahahaha- Sucker!!!






föstudagur, nóvember 04, 2005

Meiri frægð og meiri frami hefur líklega ekki fylgt aðalhlutverkum Beverly Hills 90201 - þessum ástkæru þáttum sem áttu hug allra unglingsstúlkna fyrir allmörgum árum síðan. Það er helst að Shannon Doherty hafi náð að minna á sig af og til. Ég hef öðru hvoru velt því fyrir mér hvar þetta fallega fólk endaði eiginlega eftir að þættirnir hættu.....hvar Jason Priestly sem ég kúraði eitt sinn með á köldum vetrarkvöldum fyrir norðan (af einhverjum ástæðum átti ég púða með mynd af honum á). Hann hefur líklega lagst í barneignir ....ferðalög...afslöppun og ferðalög. En það hefur greinilega haft áhrif á budduna því í kvöld hittumst við gömlu félagarnir aftur...heima í stofunni. Ég undir teppi í sófanum....hann beint á móti mér sem aukapersóna í True Calling. Æji vona að hann hafi fengið smá pening í staðinn - finnst þó líklegra að hann hafi þurft að borga með sér - en hver veit!

Late halloween partý á morgun....kisakis- engill eða súperman eða kannski sitt lítið af hvoru..æji wtf hef tæpan sólarhring til að ákveða mig.
Pabbi krúsílingur á afmæli í dag - 59 ára kallinn og aldrei flottari - Afmælisknús í tilefni dagsins pappalingur!
Litla íslensk-norsk-danska læknaknúsibollan mín hún Svanhildur varð síðan 25 ára í gær og fær þúsund kossa og knús í tilefni þess

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Þetta hér er geðveikt skrítið....veit ekki hvort þið trúið á drauga en tékkið samt

Þetta er bílaauglýsing frá Bretlandi. Þegar tökum var lokið og klipparinn fór að vinna við filmuna, tók hann eftir einhverju sem hreyfðist meðfram hlið bílsins, eins og draugalegt hvítt ský.Þeir fundu út að maður hafði dáið þarna ári áður, nákvæmlega á sama stað.Auglýsingin fór var aldrei sýnd í sjónvarpi vegna þessa draugagangs.Fylgist með framenda bílsins á milli trjánna á miðjum skjánum og þá sérðu hvítt ský þokast meðfram bílnum.Spooky! Er þetta draugur eða mistur? Það er þitt að dæma.Ef þú hækkar vel í hátölurunum og hlustar vel á hljóðið, heyrirðu tökumanninn hvísla í enda auglýsingarinnar þegar hann virðist sjá drauginn klikkið hér að neðan...


http://www.uvm.edu/~nogrizov/pics/vids/werbung.mpg

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Kominn tími til að standa við gefin loforð og birta sýnishorn úr afmæli ástarkúlunnar minnar og Slóveníuferðinni:
Mín og gamli maðurinn hennar Doobiebrothers Darri og Nökkvi
Norðanfólkið
Nexusman Gunni
Gautlandshjónin
Sunnydale, Herdís og Himmi
Eyrnaslapi vinur múmínstelpunnar
Yfirlitsmynd úr eldhúsinu
Í Bohinj - pínu lofthrædd
Tekið úr kastalanum í Bled
Slóvenska tengdafjölskyldan mín: Neits, Sandra, Lubo, Anitza,Natasja,Alenka og svo auðvitað Árni og Villi
Síðasta daginn í miðbænum
Tivolipark í Ljubljana


Gleðilegan útborgunardag kæru vinir!!

Það er kominn nóvember og það er farið að hlýna aftur mér til mikillar gleði. Flóttamennirnir sem gistu hjá múttu síðustu tvær nætur eru vonandi komnir aftur í bílinn sinn og á heimleið eftir hrakfarir síðustu daga sem og konan sem fékk inni í Víðihlíð og fannst þetta allt svo mikið ævintýri!!! Ævintýri??!! Ef að henni hefði ekki dottið í hug að leggja af stað norður í land á sumardekkjum, með bera búslóðina í kerru þá hefði björgunarsveitarfólkið kannski ekki þurft að vinna alveg jafn marga klukkutíma í sjálfboðavinnu við erfiðar aðstæður. Spái því að þessi staldri ekki lengi við á Dalvík...hún hefur líklegast aldrei komið út á land að vetri til...bara setið heima í borginni og horft á veðurfréttir þar sem hríðar á fjarlægum stöðum....kannski hugsað hvað það væri nú spennandi að búa á svona fjarlægum og framandi stað eins og já af hverju ekki Dalvík! Síðan pakkaði hún skíðahúfunni og múnbútsunum niður, klæddi barnið í trefil og eiginmanninn í föðurland, henti búslóðinni í kerruna hans afa og brunaði áleiðis norður á sumardekkjunum!! Oh how little some people know!