þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Gleðilegan útborgunardag kæru vinir!!

Það er kominn nóvember og það er farið að hlýna aftur mér til mikillar gleði. Flóttamennirnir sem gistu hjá múttu síðustu tvær nætur eru vonandi komnir aftur í bílinn sinn og á heimleið eftir hrakfarir síðustu daga sem og konan sem fékk inni í Víðihlíð og fannst þetta allt svo mikið ævintýri!!! Ævintýri??!! Ef að henni hefði ekki dottið í hug að leggja af stað norður í land á sumardekkjum, með bera búslóðina í kerru þá hefði björgunarsveitarfólkið kannski ekki þurft að vinna alveg jafn marga klukkutíma í sjálfboðavinnu við erfiðar aðstæður. Spái því að þessi staldri ekki lengi við á Dalvík...hún hefur líklegast aldrei komið út á land að vetri til...bara setið heima í borginni og horft á veðurfréttir þar sem hríðar á fjarlægum stöðum....kannski hugsað hvað það væri nú spennandi að búa á svona fjarlægum og framandi stað eins og já af hverju ekki Dalvík! Síðan pakkaði hún skíðahúfunni og múnbútsunum niður, klæddi barnið í trefil og eiginmanninn í föðurland, henti búslóðinni í kerruna hans afa og brunaði áleiðis norður á sumardekkjunum!! Oh how little some people know!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home