föstudagur, október 22, 2004

Sólin hefur fundið leið sína aftur að hjarta mínu og boðað betri tíð með blóm í huga (ekki haga þar sem að það er haust). Flutningum mínum milli íbúða er nú formlega lokið....að koma öllum þeim aragrúa af drasli sem ég á fyrir er hins vegar ekki lokið. Hef þurft að henda ýmsum verðmætum pappírum og hlutum sem ekki var pláss fyrir lengur. Í rauninni þyrfti ég að búa í fjögurra herbergja íbúða a.m.k. til þess að líða fullkomlega vel - sem að mér líður þegar ég hef nóg pláss fyrir dótið mitt. En þröngt mega sáttir sitja og Villi minn búa. Honum hefur nú þegar verið tilkynnt að réttur hans til þess að eignast meira dót sé enginn - annars er ekki pláss fyrir mitt!!
Ég mun væntanlega bjóða til veislu svona þegar allt er komið á sinn stað og farið að hægjast um í skólanum.......takið þið því frá einhverja helgina í lok maí 2005 þá er nokkuð víst að það verði minna að gera!!

Annars hef ég alls engan tíma til þess að vera að hanga hérna í Odda á föstudegi í upplýsingaskrif nema í helstu upplýsingar og hér koma þær:

1. Verð í vísindaferð í dag og enda á Pravda um áttaleytið
2. Verð í stúlknakokteilboði hjá Ingu og Höllu afmælisbörnum á morgun
3. Verð í skírnarveislu hjá Brynju Hrönn á sunnudaginn
4. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki hringt í ykkur síðustu marga marga marga daga er sú að ég á ekki peninga fyrir símanum. This has not been a statement of any kind. En þið sem eigið frelsi eða eruð jafnvel í reikning og getið borgað hann - endilega hafið samband.....og ef ég svara ekki ...reynið bara aftur. ATH. ekki þýðir að búast við svar- smsi heldur af áðurgreindum ástæðum.
5. ENdilega látið mig vita ef þið verðið í bænum í kvöld.

Heman is Theman

föstudagur, október 08, 2004

Nú hafa mér borist fyrirspurnir um hvort að ég sé í bloggverkfalli sem samúðarverkfalli með kennurum - og jú sú er nú raunin. Ótrúlegt en satt miðað við ódugnað minn undanfarin ár við að læra þá er ég tengd aragrúa af kennurum og skólastjórum. Af þeim sökum ákvað ég að ekki væri rétt af mér að blogga of mikið þar sem að skólabörnin gætu lært ýmislegt af því að lesa skrif mín á síðunni! En þar sem að skólastjórar eru ekki í verkfalli sá ég að hér var glæta til að láta ykkur vita hvað mer gengi til án þess að óttast að verða sökuð um verkfallsbrot. Ég hef einnig tekið þá afstöðu að passa ekki frændsystkini mín né önnur skólabörn nema um helgar - en reyndar vill svo skemmtilega illa til að ég er yfirleitt mjög upptekin manneskja um helgar :o)

En að gleðilegri málefnum - frá og með deginum í fyrradag hefur nafn mitt tekið breytingum. Eigi lengur er ég þekkt sem EarlyPearly heldur hef fengið enn virðulegra nafn
EARLY"CURLY"PEARLY og ég hvet að sjálfsögðu alla til þess að giska á hvaðan nýja nafngiftin kemur!

Og um helgina:
Helgin er hér um bil byrjuð - Vísindaferð klukkan fimm........enginn bjór fyrir mig þar sem að ferðin er rannsóknarferð hjá mér.........jæja samt kannski einn svona bara til að falla inn í hópinn :o) Eftir vísó verður eins og vanalega haldið á PRAVDA þar sem IDOLIÐ verður augum litið og hugsanlega viðhafst eitthvað lengur - hver veit.
Morgundagurinn nokkuð óljós...mun þó fara eitthvað í lærdóm - hugsanlega innflutningspartý - en þó sennilegra í verkefnavinnu sem er alltaf jafn upplífgandi á laugardagskvöldum!

Að lokum
Góða og gleðilega helgi - nema að mér sé illa við ykkur - eða ykkur illa við mig - goes both ways!