fimmtudagur, apríl 15, 2004

var ég búin að nefna það að það liggja álög á stigaganginum mínum. Eins og margir vita þá er brjálaði píanóleikarinn og dularfulli tölvufræðingurinn farin að búa saman en ekki á sitthvorri hæðinni eins og undanfarin ár.....þau fluttu meira að segja burtu úr blokkinni. Gleði og glaumur hugsaði ég....samt aðallega gleði því að nú þyrfti ég ekki að vakna við tónstigaæfingar kl. átta á morgnanna og sofna við klassíska konserta á miðnætti.....ekkert nema ró og friður í FLyðrugrandanum. En nei Erla var ekki lengi í Paradís.....einhver aumingjans manneskja sem flutti í blokkina keypti sér píanó um leið og íbúðina. Núna vakna ég við gamlanóa á morgnanna og sofna við staupasteinslagið á kvöldin....þess á milli blæs einhver enn annar í trompetið sitt........what is a matter with this people??!!

Dularfulli tölvunarfræðingurinn var alltaf mjög hljóðlátur maður...nú hafa flutt inn Serbahjón sem eiga von á tvíburum!!! Svo að bráðum mun ég verða ærð af píanóglamri, trompetsóhljóðum og barnsgráti í öðru veldi....allur friður úti.....gæti allt eins flutt í neðanjarðarbyrgi í Írak og vaknað við sprengingar og skriðdrekadrunur!! Nei annars fá serbahjónin sjens því að maðurinn hefur tilkynnt mér að framvegis muni hann einn sjá um að þrífa þvottahúsið og ég skuli nú ekki hafa áhyggjur af því. Frábært...Ekki það að ég hafi eitthvað verið að þrífa vaskahúsið sérstaklega mikið....en samt frábært :o)

Já ég fór í skírn á skírdag....skemmtileg tilviljun...hahaha! Valrúnardóttir Nadía Heiðrún var skírð....en allavegana þá var fyrsti maðurinn sem ég sá þegar ég labbaði inn í skírnarveisluna "gömul synd"...mjög gömul synd sem hafði ákveðið að pikka upp eina frænkuna í fjölskyldunni.....náttúrulega örugglega bara til að hitta mig eins og við vitum öll......ég meina hvers vegna annars??!!!

okei jess tíminn búinn og ég get komið mér burtu.....og jess síðasti tíminn líka...frábært...dettum í´ða og fögnum!!
Ég veit að ég á að vera að læra....eða já fylgjast með í tíma....það bara það er bara ekki hægt. Mig langar ekkert að læra um gamalt fólk og lífsskeið þeirra.....ég vil bara bíða og tékka á þessu þegar ég verð orðin gömul ef ég verð einhverntíman gömul. kannski langar mig ekkert til að verða gömul og kannski dey ég bara áður en ég verð gömul....ég meina maður veit aldrei hvenær maðurinn með ljáinn kemur í heimsókn!! Hann gæti tildæmis verið að fela sig í fataskápnum mínum heima núna...bíður eftir mér glottandi og glaðhlakkandi....svo lætur hann mér bara bregða og ég dey úr hjartaáfalli.....ég meina þá þyrfti hann ekkert að reyna á sig og fengi góða sögu til að segja félögunum.....hverjir sem þeir eru svo!!

Hver nennir eiginlega að taka viðtöl við fjölda, einmanna ellismella? Jú kennarinn minn greinilega og hefur mjög gaman af´því að lýsa því nákvæmlega hvernig allt þetta fór fram....núna er hún t.d. búin að segja fimm sinnum að hún hefði hlustað oftar en einu sinni á upptökuna af viðtölunum......frábært....æði....gott fyrir hana.....ætlar hún að fara gera það að prófspurningu....halló...tölum um eitthvað annað!! Boring!

Mig langar til þess að biðja my fellow cat owners að muna að kíkja ofan í skúffur og skápa áður en það ákveður að fara frá í tæpan sólarhring. Sérstaklega ef það sér ekki köttinn í fljótu bragði. Lotta mín fékk nefninlega að dús í skúffu á stærð við hnífaparaskúffu í marga marga marga klukkutíma af því að Villi sá ekki að hún var búin að troða sér í hálfopna skúffu þegar hann lokaði henni......en hann fann hana svo aftur daginn eftir....samt bara óvart! Ekki það að Lotta mín hafi kippt sér mikið upp við þessa lífsreynslu.....hún er svo vel upp alin og sterkur karakter.....en þannig eru ekki allir kettir...so whatch out for cats in the drawers folks!!!

Já það er ekki slæmt að hafa dauðann í skápnum og köttinn í skúffunni í einni bloggfærslu :o)

Svo vil ég biðjast afsökunar á að hafa ekki hringt í afmælisbörn síðustu daga en þau fá hér með fullt af afmæliskossum:
11.apríl: Snorri og Lóa
13.apríl: Gummi mömmu
14.apríl:Hólmar og Veiga
Biðst afsökunar ef ég er að gleyma einhverjum


þriðjudagur, apríl 13, 2004

PÁSKAR....OJJJ BJAKK!

Frá og með páskunum núna hef ég tekið þá ákvörðun að vera á móti páskunum og páskafríinu sem fylgir þeim einnig.....ég geri mér alveg grein fyrir að þessi afstaða mín á líklega ekki eftir að afla mér fleiri vina en það er allt í lagi af því að ég á alveg fullt af vinum.......eða í þeirri trú stóð ég þar til um páskana..............HVAR VORUÐ ÞIÐ EIGINLEGA ÖLL??? Ég upplifði mína mest boring shittí páskahátíð...sem ´var nú ekki mjög hátíðleg hjá mér og mun héðan í frá heita páskakrapp ! Hér húkti mín í borg dauðans yfir krappið (hátíðirnar ef þið skylduð ekki enn vera búin að fatta þetta), ein og yfirgefin. Ekkert tjútt....engir vinir....enginn skóli....og ég sem hélt að ég ætti aldrei eftir að segja þettta en ég vildi að það hefði verið skóli um páksan svo þið aumingjans svikarar og flóttamenn hefðuð ekki drullast út á land eins og helmingurinn af þessari guðs voluðu þjóð!! Já já þjóðin mætir ekki í kirkju og trúir ekki á guð eða jesú nema þeir séu í bíó en heldur samt áfram að vilja fokkings páskafrí......ég meina vott is rong with jú pípol??!!
Ég gaf nú bara skít í allar páskareglur og borðaði ´páskaeggið mitt fyrir mánuði síðan og borðaði stórsteik og læti á föstudaginn langa!! Hins vegar hefur mér greinilega hefnst fyrir það því að á laugardeginum fór ég að verða soldið slött...nei sko slöpp (the slutty period has slided it´s spoon) og hef hangið síðan á mörkunum við að leggjast í rúmið. Það var hins vegar ekki í boði þar sem að ég þurfti að vinna á laugardagskvöldið og vakna klukkan sjö á páskakrappsmorgun og keyra norður til pabba gamla og til baka daginn eftir og læra í dag!! DJö djö djö djöfuls skítaóheppni!

mánudagur, apríl 05, 2004

Þá er brostinn á enn einn mánudagurinn og langt í næstu helgi.....en það er nú allt í lagi því nú er komið páskafrí :o) Spurning um að skreppa á ströndina til pabba í hátíðarmat....já og svo verða þetta fyrstu páskarnir sem ég þarf ekki að þeysast á milli staða og borða 3-4 hátíðarmáltíðir þar sem að mamma og Gummi verða á siglingu um panamaskurðinn, tengdó í Slóveníu og Árni Valur á Grænlandi!! Sem að sparar bensínpening!!!

Annars var bara um að ræða ágætis helgi núna......skrapp með Lóu og Rut í bæinn á föstudag....sú ferð kostaði ´af einhverjum ástæðum mjög langan svefn á laugardegi.....en ekki nógu langan því ég neyddist til að fara á fætur og undirbúa matarboð fyrir Zetor-strákana og Bjöggu. Að sjálfsögðu eldaði ég dýrindis grillmat....eða nei ég ætlaði að gera það áður en ég komst að því að af því að gasgrillið er búið að vera úti í allan vetur þá er það helst til ryðgað og óaðlaðandi.........og þá kom sér vel að hafa lært að elda fahijtas hjá Rebekku fyrir c.a. 10 árum eða svo!! Leiðin lá svo á Pravda þar sem til stóð MA-hittingur....það var auðvitað margt um manninn og alltaf einstaklega gaman að sjá hvað MA-ingum finnst alltaf gaman að sjá aðra MA-inga....jafnvel´þó þeir hafi ekki einu sinni verið í skólanum á sama tíma ;o) Ísafold og Siggi komu öllum á óvart með skyndilegri nærveru sinni enda vön að vera að fljúga á milli London og Köben!! SKynsemin tók hins vegar öll völd snemma að nóttu og rak mig heim svo að ég gæti litið sæmilega út í fermingaveislu daginn eftir.....veit ekki hversu vel það tókst enda á ég engin fermingaveislusæmandi föt....og til viðbótar við það þekkti ég ekki fermingabarnið þó það stæði beint fyrir framan mig þegar ég kom inn!!! Svona er að vera ekki nógu duglegur að rækja ættartengslin!

Sumarvinnan virðist loksins vera komin á hreint...which is a big relief....undarlegt þó að vera ekki að fara vinna á leikskólanum eins og síðustu ár.....en kannski tími til kominn að breyta til og fá skemmtilegri tölu á launaseðilinn :o)

föstudagur, apríl 02, 2004

Í DAG BÁRUST MÉR UPPLÝSINGAR UM PARTÝ:

MA - HITTINGUR Á PRAVDA Á LAUGARDAGINN........MÆTING UM 23:00 SVO AÐ ALLIR GETI DJÚSAÐ PÍNU HEIMA....ENDA MÆTA ALLIR ALLTAF SVO SEINT!!

Annars nenni ég ekki að skrifa neitt....þó ég se búin að vera ógeðslega ódugleg en mar er bara so bissí sko.....leikandi í kvikmynd og sonna sko.......enginn tími í að blogga neitt!
En allir að mæta á Pravda......