mánudagur, október 30, 2006


ARNA MÍN Í ÚTSKRIFTARVEISLUNNI SINNI!

LITLA KRÚSIBOLLAN MÍN HÚN BRYNJA

STÓRA KRÚSIMÚSIN MÍN HANN VILLINGI

TRÉ

fimmtudagur, október 19, 2006

AMMLI AMMLI AMMLI AMMLI!
Villingi ástin mín á afmæli í dag og fær þúsund kossa frá mér af því tilefni



Í tilefni dagsins fá eftirfarandi snillingar einnig kossa (aðeins færri þó):
Salome Gunnur Sævarsdóttir
Heiða Hrönn Karlsdóttir
og Inga Heiða Hjörleifsdóttir
en þær hafa allar náð þeim "merka" áfanga að vera ekki lengur 25!
It´s all down hill from here.

fimmtudagur, október 12, 2006

THE CHAMPIONS
STOLTIR STRENGIR
Ég er búin að vera duglega í ræktinni það sem af er vikunni og er ógeðslega stolt af sjálfri mér, sérstaklega eftir að Arna sagðist hafa efast um að ég myndi nokkuð mæta!!!! En það er spurning um hvort hefur verið meira stoltið eða strengirnir í höndunum – ÁÁÁ. Í gær var varla að ég gæti skipt um gír með annarri hendi þegar ég var að keyra og þurfti ég oft og iðulega að beita báðum til þess að það tækist. Sama átti við um að opna dyr, báðar hendur þurfti á húninn til þess að klára það! En ég er skárri í dag og fróðir menn segja mér að þetta muni allt lagast eftir örfá skipti í viðbót – það er líka eins gott!

Annars var ég með frænkuklúbb í gærkvöldi og úr honum fékk ég afar góða innsýn í hvernig það verður að vera með 1 árs barn í íbúðinni minni. Ég mun þurfa að hafa mikið þol fyrir kámi á hinum og þessum húsgögnum, mikinn viðbragðsflýti til að bjarga mögulegum listmunum frá tortímingu sem og hæfni í sáttamiðlun til þess að forða þess að barnið ráðist á köttinn og öfugt. Oooo hvað ég hlakka til :o)

mánudagur, október 09, 2006

PUNK LIFE TURNS TO HEALTHY LIFE


Já ég slúttaði töffaratímabilinu mínu á föstudagskvöldið með ultimate pönkdjammi á Broadway, þar sem að Fræbblarnir tóku lagið og Páll Óskar þeytti skífum fyrir þær diskódívur sem slæddust með hópnum. Í gær lagði ég svo pönkgallanum og stormaði í íþróttavöruverslanir með Visa að vopni og eftir þó nokkurn tíma hélt ég heim á leið með "jogging" í farteskinu. Nú er ég sem sagt til í allt og mæti galvösk í ræktina með stóru systur mér til halds og trausts til að byrja með. Og talandi um Fíu mína þá vil ég nota tækifærið til þess að óska henni og hennar liði opinberlega til lukku með íslandsmeistaratitil í Þrekmeistaranum!!

föstudagur, október 06, 2006


HETJA VIKUNNAR
Himmi minn er hetja vikunnar og það fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi er hann náttúrulega einstaklega frábær , í öðru lagi brilleraði hann sem Nörd á móti FH í fyrrakvöld og í þriðja lagi……..já ömm ég veit ekki alveg hvort að ég má segja frá í þriðja lagi….en það er samt alveg frábært!!!

En nú er helgin framundan og nóg að gera. Í kvöld er haustfagnaður ÞOR á Broadway – þemað er diskó og pönk svo að upp á síðkastið hefur lítið verið talað um annað í vinnunni en hvernig fólk ætlar að klæða sig. Ég valdi að sjálfsögðu pönk leiðina enda fátt um fína drætti í fataskápnum þegar kemur að einhverju diskólegu.

Fía systir er flogin til Akureyrar til þess að rústa þrekmeistaranum eftir að hafa splæst í árskort í World Class á litlu systur sína. Þannig að nú liggur leiðin bara í Útilíf til að finna viðeigandi klæðnað og svo getið þið séð mig á harðaspretti á hlaupabretti, bekkpressunni eða jafnvel power yoga í Laugum. Jebb it´s time to shake some ass!!!