föstudagur, nóvember 19, 2004

Ég mætti í tíma í morgun.....og enn og aftur var alveg hundleiðinlegt en ég varð að mæta. Komst nefninlega að því í gær að þeir sem ekki ná 80% mætingu verða að gera aukaverkefni....meira að segja kannski fleira en eitt! Já það er ekki eins og maður hafi mikið að gera - hvað er eitt verkefni til eða frá þegar maður á eftir að 6 verkefni, ritgerð, rannsóknarskýrslu og halda fyrirlestur þegar heil vika er eftir af skólanum?

Lóa er orðin forfallinn pictonary-isti eftir eitt sigurkvöld hér um daginn...hún þrýsti því mjög á að annað slíkt kvöld yrði haldið. Það kvöld var í gær en Lóa er ekki lengur sigurvegarinn - heldur ég af því að ég er svo hugmyndarík og giskugóð og tala nú ekki um einstaklega drátthög kona - hmmmm drátthög það er nú hægt að nota yfir eitthvað annað líka......hehe.....

Dagurinn í dag er dagur síðustu vísindaferðar annarinnar - félagsráðgjafanemar munu flykkjast í höfuðstöðvar Baugs síðar í dag, hlusta á vonandi skemmtilegan fyrirlestur og njóta þeirra veiga sem boðið verður upp á....síðan er Pravda á dagskránni með idol á skjánum -- ég ætla að gefa mér líf fram að miðnætti....gruna að eftir það fari heilsan hallandi mjög.....það gerist alltaf ef ég reyni að drekka sjálfa mig undir borðið!

Annars hef ég loksins loksins loksins komist að því hvað það er sem hrjáir mig og hefur gert í áraraðir......it´s called FRESTUNARÁRÁTTA! Ég las það hjá Stulla að einhver menntaskólanemi hefði verið greindur með frestunaráráttu hjá námsráðgjafa skólans!!! Þetta er sko pottþétt mín greining líka - og jesús kristur hvað manni líður vel að vita að að sem er að mér hefur nafn....þá er miklu auðveldara að afsaka sig. "Nei ég er ekki löt ég er með frestunaráráttu"...."ég verð eiginlega að fá að skila ritgerðinni seinna ég þjáist nefninlega af frestunaráráttu" ..jebbs hlýt að geta notað þetta mér til framdráttar á einhvern hátt.

ER að hugsa um að hætta að blogga í dag......veit samt ekki hvað ég á að fara að gera þegar ég er hætt að blogga...klukkan er ekki einu sinni orðin hádegi....aha...gæti farið aftur heim að sofa....þarf allavegana að fara heim að kúka.....finnst nefninlega óþægilegra að kúka í skólanum sko - ég fæ alltaf samviskubit þegar ég geri það - samt aðallega ef að einhver fattar - líður eins og ég hafi gert eitthvað af mér......veit ekki ég er kannski ´líka haldin kúkaáalmenningsklósettumfælni!!

Ég er Erla og ég er Steingeit

mánudagur, nóvember 15, 2004

Jebbs now another monday has walked in the park and friday on very close grass! Helgin tókst með eindæmum skítsæmilega. Föstudagurinn fór í idol og spil með Villa, Örnu og Lóu. Ég og Arna unnum næstum því í pictonary........sko mjööööggg næstum því.....ég hef grun um að þetta næstum sé kom til af því að Arna hafi verið farin að sjá tvöfalt...og já jafnvel þrefalt í endann ;o)
Laugardagurinn fór í að hjálpa Bjöggu aðeins að flytja í Gautlandið og gera eitt af verkefnum dauðans.....lyfti mér samt aðeins upp um kvöldið þar sem að Björg bauð til heljarinnar veislu.....hún var fámenn og góðmenn en samt alveg heljarinnar. Bjór, rauðvín, bökur kökur og kaffi í massavís og mamma hennar sá um að engan skorti neitt. (þetta var eins og í vísindaferð á Hrafnistu -fyrir ykkur sem kannast við þá gleðina) Ég stimplaðist hins vegar lélegast djammari kvölsins þegar ég ákvað að nýta þær fáu skynsemisfrumur sem eftir eru í mér og fara heim í fyrra fallinu og ekkert niður í bæ -- elsku Clausen takk fyrir farið!
Maður gæti nú haldið að verkefni dauðans hefði verið lokið ....svona af því að það væri dauðans og því öllu lokið.....en nei enn fleiri klukkustundir fóru í það á sunnudeginum. Ég endaði síðan helgina með því að fara með "börnin mín" í bíó á THE GRUDGE -- Hún er STRANGLEGA bönnuð innan 16 ára en ábyrga manneskjan ég ábyrgðist að 15 ára strákurinn minn væri 16 ára. Ekki spyrja hvernig mér fannst myndin......ég sá ekki nema 40% af henni...heyrði reyndar aðeins meira - jú hljóðið var gott!!! Annars finnst mér að það ætti ekkert að stranglega banna eitthvað svona innan 16.....ég var meira en qualafied inn á þessa mynd og var að deyja á meðan 15 ára strákurinn minn skildi ekkert hvaða aumingjaskapur væri í mér! Hann er líka töffari!

föstudagur, nóvember 12, 2004

Karlar koma oft bara af fjöllum þegar konan biður um skilnað!!!!! Þetta segir allavegana konan sem er með fyrirlestur núna. Ég veit ekki hvaða kona þetta er...mætti og seint og hún var greinilega búin að kynna sig....veit heldur ekki um hvað fyrirlesturinn er ég heyrði bara fyrstu þrjár mínúturnar af honum en uppgvötaði þá hversu merkilega leiðinlegur og tilgangslaus hann var og bældi niður þessar þrjár mínútur- þangað til að hún sagði þessa merkilegu setningu!!
Já það dugir greinilega ekkert nema að nefna skilnað til að ná kallinum sínum af fjöllum....sem betur fer eyðir minn maður ekki miklum tíma á fjöllum - man að hann fór einu sinni á Esjuna þegar við vorum nýfarin að láta stefna í það að vera í sambandi. Ég þurfti ekki að nefna skilnað til þess að ná honum af Esjunni.....hann kom alveg af sjálfsdáðum þótt hann hefði örugglega viljað þá að ég ætti þyrlu til þess að fljúga hann niður....enda gat hann ekki gengið í nokkra daga á eftir! Nei nei hann er í ágætis formi :o)
Konan hans Haraldar ofurhuga ætti kannski að hringja í gegnum gervihnattarsímann og segjast ætla að skilja við hann.....það gæti fengið hann til þess að hætta þessu djöfulsins fjallahlaupi á Evrest og aðra tinda...og þó...

Það stefnir hins vegar í að ég muni eyða jólum og áramótum og dögum þar í kring upp í fjöllum langt langt í burtu. Stefnan er tekin á nú mitt annað heimaland Slóveníu þar sem að ég mun eiga rómantísk jól í fjallakofa í ölpunum með karlmann á hvora hönd til að stjana við mig og kannski einn til á aðra löppina - verður örugglega huggulegt! Ég hef samt ákveðið að taka með jólaseríur og skraut sjálf....treysti ekki alveg mönnunum í að gera jólalegt! Ef að ég verð svo ekki étin af skógarbirni, bitin af snáki eða stönguð af dádýri (hmmmm) er planið að keyra síðan yfir í austurrísku alpana og eyða nokkrum dögum í kringum áramótin á bretti. Eins og kunnugir vita hef ég farið þræl oft á snjóbretti eða alls tvisvar sinnum....strákarnir hafa farið töluvert oftar en ég hef tröllatrú á að tært fjallaloft Austurríkis og smá bjór uppí fjalli geri gæfumuninn. Verður eiginlega að gera það ef að ég á að geta fylgt strákunum eftir. Ætlar samt að taka Big footana mína með til öryggis!!!
Þetta verða fyrstu foreldralausu jólin mín.....það er skrítið....sá að Jón Eggert er líka að fara burtu um jólin svo ég er ekki alveg ein í þessu. Enginn hamborgarahryggur og ömmusósa :o(
Þakka samt fyrir að Árni er massakokkur -- annað en við hjónaleysin.....held að ég gæti ekki staðið undir væntingum með jólamat....enda svo sem litlar væntingar gerðar til mín í eldamennskunni!! En ef ykkur langar með út um jólin þá endilega......the more the merrier sagði einu sinni jólasveinninn.....eða kannski var það Michael Jackson!!!!
Karlar koma oft bara af fjöllum þegar konan biður um skilnað!!!!! Þetta segir allavegana konan sem er með fyrirlestur núna. Ég veit ekki hvaða kona þetta er...mætti og seint og hún var greinilega búin að kynna sig....veit heldur ekki um hvað fyrirlesturinn er ég heyrði bara fyrstu þrjár mínúturnar af honum en uppgvötaði þá hversu merkilega leiðinlegur og tilgangslaus hann var og bældi niður þessar þrjár mínútur- þangað til að hún sagði þessa merkilegu setningu!!
Já það dugir greinilega ekkert nema að nefna skilnað til að ná kallinum sínum af fjöllum....sem betur fer eyðir minn maður ekki miklum tíma á fjöllum - man að hann fór einu sinni á Esjuna þegar við vorum nýfarin að láta stefna í það að vera í sambandi. Ég þurfti ekki að nefna skilnað til þess að ná honum af Esjunni.....hann kom alveg af sjálfsdáðum þótt hann hefði örugglega viljað þá að ég ætti þyrlu til þess að fljúga hann niður....enda gat hann ekki gengið í nokkra daga á eftir!
Konan hans Haraldar ofurhuga ætti kannski að hringja í gegnum gervihnattarsímann og segjast ætla að skilja við hann.....það gæti fengið hann til þess að hætta þessu djöfulsins fjallahlaupi á Evrest og aðra tinda...og þó...

Það stefnir hins vegar í að ég muni eyða jólum og áramótum og dögum þar í kring upp í fjöllum langt langt í burtu. Stefnan er tekin á nú mitt annað heimaland Slóveníu þar sem að ég mun eiga rómantísk jól í fjallakofa í ölpunum með karlmann á hvora hönd til að stjana við mig og kannski einn til á aðra löppina - verður örugglega huggulegt! Ég hef samt ákveðið að taka með jólaseríur og skraut sjálf....treysti ekki alveg mönnunum í að gera jólalegt! Ef að ég verð svo ekki étin af skógarbirni, bitin af snáki eða stönguð af dádýri (hmmmm) er planið að keyra síðan yfir í austurrísku alpana og eyða nokkrum dögum í kringum áramótin á bretti. Eins og kunnugir vita hef ég farið þræl oft á snjóbretti eða alls tvisvar sinnum....strákarnir hafa farið töluvert oftar en ég hef tröllatrú á að tært fjallaloft Austurríkis og smá bjór uppí fjalli geri gæfumuninn. Verður eiginlega að gera það ef að ég á að geta fylgt strákunum eftir. Ætlar samt að taka Big footana mína með til öryggis.