sunnudagur, maí 18, 2003

NÚ ER 2 VIKNA BLOGGFRÍINU MÍNU VÍST LOKIÐ......ÞAÐ VAR SAMT EKKERT SKIPULAGT....EIGINLEGA ÓVART AF ÞVÍ AÐ ÉG VAR Í PRÓFUM OG FÓR SVO NORÐUR Í VIKUFRÍ FYRIR SEINASTA PRÓFIÐ.......HEF SVO VERIÐ AÐ JAFNA MIG Í AÐRA VIKU OG HEF BARA VARLA STIGIÐ FÆTI INN Í ÍBÚÐINA MÍNA......KANNSKI ÉG BJÓÐIST BARA TIL AÐ TAKA AÐ MÉR TVO SKIPTINEMA Í HAUST.....ÞÁ GETA ÞEIR OG SKIPTINEMINN HENNAR REBEKKU VERIÐ VINIR!!!!

ÉG TÓK ÞRIGGJA DAGA DJAMM ÞESSA HELGI....ÞAÐ VAR MJÖG ERFITT......ANDLEG HEILSA MÍN ER Í LÁGMARKI.......HELD AÐ FIMMTUDAGURINN HAFI VERIÐ EINNA BESTUR.....ENDA VAR LÍÐANIN Í VINNUNNI Á FÖSTUDAGINN MIÐUR GÓÐ!!! HAFÐI EKKI EINU SINNI ORKU TIL ÞESS AÐ RÍFAST Í BANDVITLAUSU BÖRNUNUM MÍNUM.......

ÆTLAÐI AÐ FARA Á MATRIX Í GÆR EN HEILSAN VAR EKKI NÓGU GÓÐ......ÞANNIG AÐ ÉG ÆTLAÐI AÐ FARA Í KVÖLD...EEENNN HEILSAN ER HELDUR EKKI FULLKOMIN Í DAG!!! HELD SAMT AÐ NÆSTA HELGI VERÐI DJAMMLAUS............THE EUROVISIONWEEKEND ERLA DID NOT DRINK ALKAHÓL...MUN SÚ HELGI VERÐA ÞEKKT FYRIR Í FRAMTÍÐINNI!! ER NEFNINLEGA AÐ FARA Í ÚTSKRIFT Á KRÓKNUM........VAR REYNDAR LÍKA BOÐIN Í ÚTSKRIFT SAMA DAG HÉR ÞAR SEM Á AÐ SAMEINA HANA, EUROVISJÓNIÐ OG FLUTNINGSPARTÝ Í EITT.......SEM ER GÓÐ ÁVÍSUN Á MIKLA SKEMMTUN.....EN FAMILY GOES FIRST ÞANNIG AÐ ÉG VERÐ AÐ MISSA AF ÞESSU....... SVO Á LÍKA AÐ VERA EUROVISJÓNPARTÝ HJÁ VINNUNNI OG ÉG MISSI AF ÞVÍ LÍKA....DJÖFULS .......NÚ VILDI ÉG VERA KLÓNUÐ!!!

ÞAÐ ER VÍST ENGIN KÁNTRÝHÁTÍÐ Í SUMAR :O( ÉG VEIT AÐ HIMMI OG KIDDI ERU MIÐUR SÍN YFIR ÞESSUM FRÉTTUM.....SJÁLFSAGT KARSTEN LÍKA OG ALLIR HINIR NEMA ÞEIR SEM AÐ RIGNDU NIÐUR Í LEÐJUPYTTI Á TJALDSTÆÐUNUM SÍNUM Í FYRRA!! ÆTLI ÉG VERÐI SAMT EKKI BARA AÐ BJÓÐA UPPÁ MÍNA EIGIN KÁNTRÝHÁTÍÐ FYRIR VININA SEM ÆTLUÐU AÐ MÆTA AFTUR.......LEIGI BARA NOKKRA BLINDFULLA 14 ÁRA UNGLINGA TIL AÐ RÁFA UM MEÐ LANDA Í KÓKFLÖSKU OG KÚREKAHATTA....SVONA BARA TIL AÐ SKAPA SMÁ STEMMINGU......SVO ER ÉG VISS UM AÐ HALLBJÖRN BÝÐUR Í KAFFI EF VIÐ BIÐJUM FALLEGA.......SKRÁNING ER HAFIN!!!!!

laugardagur, maí 03, 2003

Djammið í gær tókst bara með ágætum. Lóa, Hildigunnur, 'Aslaug, Steina og Nonni komu í heimsókn og hér sátum við til að verða tvö og ræddum um mikilvæg málefni eins og stríðið í Írak, fegurðasamkeppnir, jafnrétti og allt það.....mjög áhugaverðar umræður haha...... VIð vorum nú bara þrjár að drekka..ég, Lóa og Hildigunnur og uppúr tvö skutlaði Nonni okkur í bæinn......leiðin lá beint á 22 þar sem við hittum Kjartan og lærigengið hans........Doddi litli var dj og olli engum vonbrigðum frekar en fyrri daginn....það gerðu hins vegar margir aðrir sem voru á staðnum........endalaust margir misheppnaðir, uppáþrengjandi og óþolandi karlmenn höfðu greinilega ákveðið að mæta á staðinn ígær......kannski var þetta Félag hinna ótrúlega óþolandi manna Rétt eftir fimm í nótt gafst ég svo endanlega upp á þeim, drykkjunni og dansinum og tók leigubíl heim. Fékk svo að vita í dag að ég hefði mikið talað upp úr svefni um skæri...ekki man ég nú eftir að hafa verið að dreyma skæri en dettur helst í hug að ég hafi ætlað að myrða einhvern af gæjunum á 22 með þeim......líklegasta ástæðan fyrir mér!!!!!

Var að hugsa um að keyra norður í dag......en heilsan komst ekki í lag fyrr en um sex leytið þannig að ég verð hér allavegana eina nótt í viðbót. Þannig að kvöldið er óráðið enn....býst samt kannski við að fara í keilu eða pool með Villa og Nökkva.......ef ég kem mér einhverntímann í sturtu.....I don´t look too good today :o)
Það er samt alveg nauðsynlegt að nýta þennan tíma sem maður hefur lesturslausan og gera eitthvað skemmtilegt......kannski fá sér smá öl með.......sem gæti orðið til þess að heilsan á morgun leyfi mér ekki að keyra norður.......já börnin mín Bakkus hefur borið mig inn í vítahring sinn......hann vill halda okkur hér í borg dauðans.......það eru ekki allir sem vita það að Bakkus býr hérna í borginni......minnir að hann leigi með Jóni Hlaupara...........hættuleg blanda skal ég segja ykkur!!!!!

SAGAN AF GÖMLU GÓÐU KONUNNI SEM KOM FRÁ DJÖFLINUM!!
Fyrir dálitlu síðan flutti gömul elskuleg kona á ganginn hjá honum Villa........hún var svo elskuleg að ég bar níðþunga flísakassa fyrir hana úr bílnum og inn........og hún var svo voðalega hrifin af henni Lottu minni og allt var svo yndislegt. Stuttu seinna hitti ég dóttur hennar sem býr á 3. hæðinni....hún vildi nú endilega vara mig við mömmu sinni...hún væri voðalega almennileg fyrst en í raun væri hún alger tuðari......og viti menn Lotta var ekki lengi í paradís.......gamla kellingin var svo sannarlega úlfur í sauðaskinni......það leið varla sá dagur að hún kvartaði ekki yfir kettinum.........reyndar var Lotta alltaf að bjóða sér í heimsókn til hennar...svona inn um gluggan.....en ég meina hvað getum við gert við því....hún er bara kettlingur. Nú til að byrja með ráðlögðum við henni að úða á hana vatni þegar hún kæmi inn...þá myndi hún strax fara út.....jæja nokkrum dögum síðar kemur gamla herfan hlaupandi á eftir kettinum (ÚTI) með vatnsúðabrúsa....sprautandi á hana eins og andskotinn væri á hælunum á henni......greyið Lotta flúði skiljanlega inn til sín en ekki óhult enn því kellingin hélt áfram að úða vatni INN til Villa!!!!! Og áfram hélt hún að kvarta.......skyndilega var hún búin að öðlast ofnæmi fyrir köttum og öllu mögulegu......ég fór því og keypti spray til að setja á gluggasyllurnar hjá henni sem á að varna því að kettir sæki þangað.........svo fór ég til hennar aldraða úlfsins til að úða þessu fyrir hana........eeeeeeeennnn ekki fyrr en að ég hafði hlustað á öll hennar vandamál......astmann hennar.....ofnæmið hennar......strákana hennar....baðherbergið hennar og guð veit hvað ----- mér tókst svo loksins að þagga niður í henni (samt ekki með skærum)......og gera það sem þurfti að gera. Nú og ekki hefur verið kvartað síðan.......en það nægjir greinilega ekki þessari óþolandi herfu að kötturinn komi ekki inn til hennar....hún virðist ekki einu sinni vilja leyfa henni að leika sér í garðinum.....því í morgun kom hún út í garð til þess eins að reyna að reka Lottu greyið í burtu þar sem hún var að leika sér í grasinu......þegar við spurðum hana svo hvað hún væri eiginlega að gera þá kom góðugömlukonu tónninn í hana....."æi ég hélt að hún væri að veiða fuglana".......djísus.....það heyrðist ekki einu sinni í fugli úti og hvað þá að þeir sæust!!!!! Ég spái þessu krumpudýri ekki langlífi haldi hún áfram á braut djöfulsins...............
Ef þetta er amma einhvers sem les þetta ...þá afsakið....en sannleikurinn er sagna bestur!!

You're Cate Blanchett....you can be a great person
and have the ability to do many things at once
you're loved by your friends and family...


What actress are you?
brought to you by Quizilla

föstudagur, maí 02, 2003

JÆJA ÞÁ ER ÞAÐ BÚIÐ......AÐFERÐAFRÆÐIPRÓFIÐ MITT......ÁTTI AÐ TAKA 4 TÍMA....ÉG SLAPP MEÐ TÆPA 2.......AF ÞVÍ AÐ ÉG ER SVO KLÁR.....HMMM...OG SVO LÍKA SMÁ AF ÞVÍ AÐ ÉG ER EKKI ALVEG NÓGU KLÁR Í ÖLLU SEM ÞURFTI AÐ KUNNA....ÞANNIG AÐ ÞEGAR ÉG VAR BÚIN AÐ AUSA ÚR MÍNUM FREKAR GRUNNA VISKUBRUNNI OG ORÐIN SÁRSVÖNG ÞÁ ÁKVAÐ ÉG BARA AÐ SLÚTTA ÞESSU OG SKILA PRÓFINU....EKKERT VIT Í AÐ HANGA SVÖNG Í PRÓFI Í RÚMA TVO TÍMA Í VIÐBÓT!!!! SKELLTI MÉR SVO Í POOL MEÐ VILLA.......ÞAÐ GEKK EKKI HELDUR NEITT ALLT OF VEL......SKIL ÞETTA EKKI!! þANNIG AÐ ÉG ÁKVAÐ NÚ BARA AÐ LÁTA NARRA MIG Á DJAMMIÐ Í KVÖLD OG ÆTLA AÐ SJÁ HVORT AÐ ÞAÐ TAKIST EKKI BETUR HELDUR EN ÖNNUR VERKEFNI DAGSINS!!
VIÐ ÆTLUM SEMSAGT AÐ HITTAST HÉRNA Í TÍUNNI NOKKRAR STÓRSKEMMTILEGAR PÚTTUR OG FÁ OKKUR Í GLAS ÁÐUR EN HALDIÐ VERÐUR Í BÆINN ---- ALLIR VELKOMNIR SEM VILJA..........
IT´S THE FINAL COUNTDOWN...LALALALALLALALALALALA........JESS NÚ ERU EINUNGIS NÁKVÆMLEGA C.A. EINN OG HÁLFUR TÍMI FRAM AÐ AÐFERÐAFRÆÐIPRÓFINU MÍNU.....OG SKYNDILEGA ÞÁ MAN ÉG EKKI NEITT OG KANN EKKI NEITT.....UNDARLEGT HVERNIG ÞETTA VIRÐIST ALLTAF GERAST RÉTT FYRIR PRÓF!! ÉG ER LÍKA KOMIN MEÐ SMÁ KVÍÐAFIÐRILDI Í MAGANN OG GET ÞESS VEGNA EKKI LESIÐ MEIRA.....ÉG VERÐ BARA AÐ TREYSTA Á STEINGRÍM J OG LUKKUNA MEÐ RESTINA!!!!

SVO ER NÁTTÚRULEGA SPURNINGIN HVAÐ VERÐUR GERT Í KVÖLD......VORUM AÐ HUGSA UM AÐ FARA NORÐUR TIL AKUREYRAR EN ÞAR ER ÉL OG FROST OG ÉG Á SUMARDEKKJUM.....BÍLHRÆDDARI EN ANDSKOTINN ÞANNIG AÐ ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÉG VERÐI HÉR UM HELGINA. LÓA HEFUR LAGT STÍFT AÐ MÉR AÐ FAGNA MEÐ HENNI PRÓFLOKUNUM HENNAR Í KVÖLD.....ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA NEMA ÉG SKELLI MÉR EITTHVAÐ Á LÍFIÐ.........

ÆÆÆÆÆÆ....NÚ ER ÉG FARIN AÐ SKJÁLFA........FDFSAJFJJÆJÆEJJFAJDKFJÆAJJFA. .......SMÁ SKJÁLFTAKAST.......ALLT ÚT AF STRESSI....ÉG SEM ER YFIRLEITT SVO YFIRVEGUÐ ÞÓ ÉG SÉ AÐ FARÁ Í PRÓF SEM ÉG KANN EKKERT Í.........BEST ÉG FARI OG HUGLEIÐI Í SMÁ STUND Í YOGA STELLINGUNNI SEM HLÖÐVER GRÍS KENNDI MÉR HÉRNAFORÐUM DAGA............HMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM

fimmtudagur, maí 01, 2003

Eftir langan aðferðafræðidag í gær og smá síðdegisblund og pínu meiri aðferðafræði og örlítið sjónvarpsáhorf ákvað ég að skella mér úr skítagallanum (prófgallanum) og halda á mið kaffihúsanna enda frídagur í dag og margir sem gerðu sér glaðan dag í gærkvöldi!! Skellti mér því með henni Bjöggu minni á kaffibarinn þar sem boðið var upp á léttvín á tilboði og osta og kex og brauð í boði hússins!!! þar sátum við og rifjuðum upp gömlu góðu dagana í Grænu Hurðinni, hittum Himma og Danna og rétt áður en við fórum uppúr tvö komu svo Villi og Nökkvi --- aðeins meira í því en aðrir við borðið :o) En þá var klukkan orðin tvö og tími fyrir lærandi fólk að leggjast í fletið!!

Lærdómurinn hófst svo klukkan 11 í morgun þegar´Lóa mætti á svæðið og muna standa yfir eitthvað fram eftir kvöldi en prófið er á morgun! Tók mér bara smá pásu núna til að blogga pínu og tók svo flokkaprófið sívinsæla og kom eftirfarandi í ljós með skoðanir mínar:

Vinstri grænir 54%
Frjálslyndi flokkurinn 38%
Sjálfstæðisflokkurinn 38% (úbbs það kom smá á óvart)
Framsóknarflokkur 23%
Samfylkingin 15%

Jaaa ég er greinilega pínu sjálfstæðiskona í mér ---- en með hjartað á réttum stað - vænt og grænt!! :o)