föstudagur, desember 28, 2007

ALDREI ALDREI vinnur neinn sem ég vil að vinni. Hvorki í lottóinu, HM, Eurovision eða nokkru öðru.....nema núna - Margrét Lára Viðarsdóttir kosin íþróttamaður ársins 2007!!!!
Ég sem horfi varla á fótbolta...en vonaði samt að hún myndi hljóta titilinn enda vel að honum komin. Til hamingju Margrét Lára!

Kannski ég ætti að hætta að horfa á Eurovision, HM og allt hitt og þá kannski bara kannski vinnur fólkið sem ég held með!

miðvikudagur, desember 26, 2007

ÞÁ ERU JÓLIN KOMIN OG FARIN (næstum því)! En af því að enn eru nokkrir klukkutímar eftir af þessum jólum vil ég nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og afskaplega mikillar farsældar á nýju ári. Svo þakka ég fyrir gleði og góðar stundir ár árinu sem er að líða og öllum hinum árunum líka.

Gott að koma þessu frá sér..ég nefninlega sendi engin jólakort í ár en þakka öllum sem sendu mér kort. Mér finnst nefninlega ótrúlega gaman að fá jólakort...sérstaklega með myndum. Kannski ég sendi jólakort næstu jól og sendi með einhverja skemmtilega mynd --- ef ég nenni!

Við hjúin erum núna á Hvammstanga hjá mömmu og Gumma og erum búin að eta á okkur gat. Ég hef samt bara þyngst um eitt kíló þessi jólin í stað fjögurra eins og síðustu jól!!! Keyrum svo suður á eftir enda vinna á morgun. En það styttist óðum í meira frí því 3. janúar erum við flogin á vit ævintýra.

Ég vil svo minna fólk á að ég á bráðum afmæli....nánar tiltekið um það leyti sem að þið skjótið upp flugeld nr. 3 á nýársnótt. Pakkar, peningar, kort, sms, e-mail og símtöl eru vel þegin - svona svo ég viti hverjir eru að hugsa til mín og hverjir ekki.

Að öllu jöfnu hefði ég stungið hér inn jólamynd af mér en sökum þess að ég hef verið allsber í framan öll jólin þá sleppi ég því núna.

EN ef þið eruð geim í partý um helgina endilega látið mig vita áður en ég verð alvarlega félagsfælin.

Túttillítú

fimmtudagur, desember 20, 2007

Ég sé......ég sé....ég sé ....ég sé.....ég sé.....
....ég sé svo vel að ég sé í gegnum holt og hæðir - já og ég sé svo vel að ég sé jafnvel í gegnum fólk!!!

Ótrúlegt hvað 10 mínútur í lasik aðgerð geta gert :)