mánudagur, febrúar 26, 2007

LOKSINS LOKSINS LOKSINS
Loksins er biðinni eftir ljósleiðarasambandinu lokið og ég er komin með netið heim. Þvílík hamingja og gleði að komast í heimabankann um helgar og geta ekki bara skoðað netheiminn á virkum dögum í vinnunni. Gæti jafnvel þýtt að ég bloggaði aðeins meira….jafnvel.

Gerði nú lítið markvert um helgina…….nema í gær – þá var framtíðin undirbúin aðeins betur á kaffihúsi hér í bæ. Og á meðan við stöllur brostum að ævintýrum framtíðar sat ljóshærð, samkynhneigð Evróvisjónstjarna með brostnar vonir hnugginn á næsta borði, gæddi sér á góðmeti og las um væntanlega hetjuför rauðhærða víkingsins til Finnlands. Ég er ekki frá því að tár eða tvö hafi glitrað á vanga þessa vansæla drengs þarna í gær.

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

KLÁMRÁÐSTEFNAN ÓGURLEGA
Ég er komin með meira en nóg af þessari offors umræðu um komandi “klámráðstefnu” sem á víst að halda hérna á litla saklausa Íslandi. Eigum við ekki frekar að gleðjast yfir því að stór hópur viðskiptafólks hafi valið að sækja okkur heim í árlegri skemmtiferð sinni? Ég veit ekki betur en að íslenska ríkið hafi boðið glæpamönnum hingað í opinberar og óopinberar heimsóknir þó að þeir beri kannski virðulega titla í sínu heimalandi. Og skattpeningarnir okkar hafa verið nýttir í það. Nú fáum við a.m.k. eitthvað í eigin vasa!
Ég las líka að einn feministinn hafi ákveðið að “boycutta” Hótel Sögu vegna þess eins að þar ætlar liðið að gista – furðulegt. Hótelið átti náttúrulega bara að neita rúmlega 100 manna hóp um gistingu, einfaldlega vegna þess að þeir framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni sem að fólk er mishrifið af. Það væru góðir viðskiptahættir!! Umrædd kona hefur kannski hugsað sér að fylgjast með því hvaða veitingastaðir dirfast að gefa þessu fólki að eta og drekka, hvaða skemmtistaðir leyfi þeim að taka sporið á dansgólfinu og hvaða óforskammaða rútufyrirtæki ætlar að ferja hópinn milli áhugaverðra staða á Íslandi……og “boycutta” alla þá aðila um ókomna framtíð!!! Hún um það.

Ég vil samt taka það fram að ef að upp kemst að einhver á þessari ráðstefnu stundar mansal, barnaklám eða annan slíkan viðbjóð á að sjálfsögðu að handtaka viðkomandi og rannska það mál. En að fordæma hóp folks vegna grunsemda um að einhver þeirra hafi óhreint mjöl í pokahorninu er aðeins og langt gengið og borgarstjórnin ætti frekar að ræða um hvernig þeir geta flýtt útgáfu frístundakorta og ríkisstjórnin um hvernig þeir geta bætt aðbúnað aldraðra!!

KONUDAGURINN
Konudagurinn sl. sunnudag var einn af betri dögum sl. missera. Villi þessi yndlingur kom fram við mig eins og ég væri prinsessan á bauninni og gerði allt og færði mér allt sem ég vildi frá morgni til kvölds. Hann útbjó bíósal í svefnherberginu þar sem við eyddum deginum í bíómyndagláp og góðgætisát. Svo fékk ég líka náttúrulega blómvönd eins og skyldan býður á þessum merka degi. Við höfðum það svo gott bæði tvö að það er ekki ólíklegt að við endurtökum leikinn að ári.

KOMANDI BREYTINGAR
Ég er búin að segja upp vinnunni minni!! Kominn tími til að sinna nýjum verkefnum.

föstudagur, febrúar 09, 2007


Mig dreymdi Hannes Smárason aðfaranótt miðvikudags. Mér þótti það klárlega benda til þess að ég myndi efnast töluvert svo ég keypti mér miða í Víkingalottóinu. Ég vann ekki krónu. Þá vitum við að það að dreyma Hannes Smárason þýðir ekki það sama og að dreyma skít. Sem er kannski bara ágætt svona fyrir hann…það væri ansi leiðum að líkjast fyrir greyið Hannes. Það gæti samt alveg verið að Hannes Smára í draumi þýddi aukið peningaflæði í lífið….ég þyrfti bara að vinna fyrir því!!!!!! Og í þessum skrifuðu orðum dettur mér þá í hug að hún systir mín bauð mér einmitt smávegis aukavinnu – kannski Hannes hafi verið að vísa í það.

Að öðru.
Þessi helgi mun verða mikla matarboðshelgin. Eins og allir vita sem ekki hafa verið boðnir í mat til mín þá er ég ekki mikið að bjóða fólki í mat. Og í kvöld ætla ég ekki að bjóða neinum í mat heldur…..ég ætla hins vegar að halda matarboð með Bjöggu heima hjá henni. Tilefnið er örkoma elsku Svanhildar og Klaus til landsins. Steinasteik, rauðvín og heimspekilegar umræður sem kannski brjótast út í Sing-Star eru því einkennismerki kvöldsins.

Á morgun ætla ég hins vegar að bjóða í mat heima hjá mér. Tilefnið í það skiptið er 26 ára afmælið hennar Kollu frænku. Hún ásamt Hrefnu frænku minni og Soffa fá þann heiður að eta á Háaleitisbrautinni. Þau þurfa þó að sjálfsögðu að bera mesta ábyrgð á eldamennskunni enda verð ég ábyggilega farlama eftir að hafa tekið að mér verkstjóradjobb í sveitaflutningum á morgun. Já við fjölskyldan erum hægt og bítandi að segja skilið við Flyðrugrandann og KR æðið og nú er það Soffía sem tekur hatt sinn og staf og gerist háttvirt læknisfrú í Mosfellsbæ(sveit).

Ég sé fram á að þurfa að taka mér hvíldardag á mánudaginn.

Farið í friði.