föstudagur, nóvember 04, 2005

Meiri frægð og meiri frami hefur líklega ekki fylgt aðalhlutverkum Beverly Hills 90201 - þessum ástkæru þáttum sem áttu hug allra unglingsstúlkna fyrir allmörgum árum síðan. Það er helst að Shannon Doherty hafi náð að minna á sig af og til. Ég hef öðru hvoru velt því fyrir mér hvar þetta fallega fólk endaði eiginlega eftir að þættirnir hættu.....hvar Jason Priestly sem ég kúraði eitt sinn með á köldum vetrarkvöldum fyrir norðan (af einhverjum ástæðum átti ég púða með mynd af honum á). Hann hefur líklega lagst í barneignir ....ferðalög...afslöppun og ferðalög. En það hefur greinilega haft áhrif á budduna því í kvöld hittumst við gömlu félagarnir aftur...heima í stofunni. Ég undir teppi í sófanum....hann beint á móti mér sem aukapersóna í True Calling. Æji vona að hann hafi fengið smá pening í staðinn - finnst þó líklegra að hann hafi þurft að borga með sér - en hver veit!

Late halloween partý á morgun....kisakis- engill eða súperman eða kannski sitt lítið af hvoru..æji wtf hef tæpan sólarhring til að ákveða mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home