Nú getur enginn sagt að ég hafi ekki bloggað í heila tvo mánuði - það væri ekki fyrr en á morgun! Jebbs ég kem stundum skemmtilega á óvart :o)
Þið sem hafið saknað mín vitið flest út af hverju - þið hin megið bara fara í rassgat!
Ferðin út tókst að mestu feiknavel og mun ég hér stikla á stóru um hvað á daga mína dreif í fríinu:
Ég, Villi og Árni Valur keyrðum árla morguns á Leifsstöð í bláu þrumunni með ómælt magn af ferðatöskum og brettabúnaði - bíllinn var svo settur í vöktun á vellinum en við héldum yfir hafið og lentum í London. Þar hittum við Jónas og Hjördísi sem voru í einni af sinni fjölmörgu Englandsferðum (skildist mér). Rútan var tekin til Stansted en þar sem að við þurftum að bíða til morguns eftir flugi til Ljubljana áttum við pantað á Hilton hótelinu sem að er alveg einstaklega glæsilegt hótel fyrir utan:
- Pínulítil herbergi
- Furðulega kodda
- Hallærislegan veitingastað sem sem er í klassa rétt fyrir ofan McDonalds
- Dýran mat miðað við gæði
- Dýrt áfengi miðað við gæði (og magn sem þurfti að drekka til þess að gleyma væntingum sínum til hótelsins)
- Gamaldags hótel skutlu
- Housekeeping sem talaði ekki ensku
- Paris Hilton var ekki stödd á svæðinu
- Og eitthvað annað sem að ég er búin að reyna að gleyma.
Sem betur fer þurftum við eingöngu að stansa yfir eina nótt því daginn eftir beið EASY JET eftir okkur. EASY JET er snilldarflugfélag og ódýrt....hins vegar eru sætin ekki alveg jafn mikil snilld, það er ekki hægt að halla þeim aftur og það er ekki pláss fyrir lappirnar...nema i 90 gráðu beygju - en félagið kom okkur þó á áfangastað.
Matjaz kom að vana og sótti okkur og litlu síðar vorum við mætt á pool-staðinn okkar - með kjuða í annarri og drykk í hinni! Ég er að hugsa um að fá mér vinnu þarna!
ÍTALÍA- SELVA/VAL GARDENA
Tveimur dögum síðar komu Siggi og Helena og við fimm fræknu héldum bílleiðis í skíðaparadísina SELVA-wolkenstein. Þar áttum við pantaða íbúð með öllum helstu þægindum - en helst til langt frá brekkunum. Siggi og Helena héldu sig á gönguskíðunum, VIlli og Árni á brettunum og ég skipti milli BIG-foot, snjóbrettisins og snow-blades enda er ég hæfileikarík með eindæmum þegar kemur að vetraríþróttum (og reyndar flestu öðru). Ég fékk mér brettakennara svona til þess að fínpússa hæfileikana - sem ég komst síðan að að mættu vera meiri - ég mætti blá, marin og búin á því heim eftir daginn!!!
Ferðin var allavegana mjög vel heppnuð en þó hefði snjórinn mátt vera meiri á sólardögunum og sólin meiri þegar búið var að snjóa - en það verður ekki alltaf á það besta kosið með veðrið!
ÁRAM'OTIN í LJUBLJANA
Komum aftur til Ljubljana 29. desember og þar eyddi ég áramótunum. Þau voru nú ekki beint hefðbundin íslensk áramót. Ég, Villi, Árni, Matjaz og Petja elduðum mexíkanskt í stað stórsteikur enda ekki með nennuna í slíka eldamennsku. Rétt fyrir miðnætti tókum við Taxa niður á Aðaltorgið og biðum eftir flugeldasýningu frá kastalanum sem er á hæð þar fyrir ofan. Á meðan var full vinna að reyna að forða sér frá öðrum flugeldum sem brjálaði slóvenar skutu upp milli fólks á torginu - og frá gusandi kampavínsflöskum sem úðuðu veigum sínum yfir alla nálæga. ÉG tel mig með eindæmum heppna að hafa sloppið nær ósködduð frá þessum ósköpum! 'Aramótatjúttið fór svo fram á klúbbnum BACCUS sem er nú skemmtilegt nafn og við hæfi á klúbb! Orðin 25 ára þarna um nóttina fór ég að finna fyrir þreytunni sem einkennir efri ár þrítugsaldursins (eða kannski var það meira Villi sem fann skyndilega fyrir "alvega að verða 30" þreytunni) og við röltum heim á leið áður en morgun rann! Það sama var víst ekki hægt að segja um Árna Val sem við sáum ekki fyrr en eftir björgunarleit klukkan 1 að morgni 2. janúars - frekari orð verða ekki höfð um það ;o)
TRENTA
3. janúar fórum við til TRENTA sem er þjóðgarður í Slóveníu - þar eiga Helena og Siggi bústað í mögnuðu umhverfi þar sem að dádýr og fjallaljón stökkva eins og vindurinn (tileinkað Þóru) í skóginum! Á sumrin má þar víst einnig sjá myndarlega snáka, krúttlega sporðdreka og fleiri dýr sem að eru ekki í miklu uppáhaldi hjá mér - þess vegna var ég fegin að það var vetur! Þarna héldum við til í þrjár nætur og þrjá daga en keyrðum svo til baka til Ljubljana.
Helvítis Hilton hótelið beið okkar svo aftur á Stansted.....jafn óglæslilegt og áður......svo beið EASY JET okkur jafn óþægilegt og áður - það var því gleði að komast um borð í Iceland Air á HEATHROW.......komudagur var 8. janúar!