miðvikudagur, maí 26, 2004

Jebbidíjebb og þá er allt að gerast.....eða svoleiðis þar sem að ég fór á fætur fyrir hádegi í dag (fimm mínútur í tólf til að vera nákvæm)!! Er búin að vera í fríi síðan prófin kláruðust......man ekki hvenær það var samt..veit samt að það var einhvern föstudaginn um daginn. Æji það er svo langt síðan að það er löngu horfið úr minninu. Jújú fínt að fá smávegis frí en samt alveg´ótrúlega leiðinlegt líka.....ég meina hvað á maður að gera? Fyrst var þetta ekkert vandamál mín labbaði bara laugaveginn og kringluna og smáralindina og glæsibæinn og fjörðinn, þvoði bílinn og skipti yfir á sumardekkin (sodið seint ég veit), lagaði til og fór aðra ferð í kringluna!! Ég meina hvað á maður eftir þegar allt þetta er búið ég bara spyr.....þannig að upp á síðkastið hefur mér leiðst svolítið en reynt að bæta það upp með ýmsu móti.....t.d. ofáti á pizzum, vidjóglápi og smávegis bjór --- útkoman úr fríinu er því þannig að ég á engin hrein föt lengur enda skiptir það ekki máli þar sem að allt átið gerði það að verkum að ég er að sprengja utanaf mér öll föt....aðallega buxur samt ..það er svo komið að ég get ekki einu sinni þvegið buxurnar mínar því að þá þarf tvo til að koma mér í þær aftur!!!!
En þetta fer allt að lagast því að á morgun byrja ég að vinna í vesturgarði....víííí....só if jú live in the vesturbær of reykjavík and jú níd some húsaleigubætur then jú vill have to kom tú mí!!!!

Svo er liggur leiðin á snæfellsnesið um helgina í fermingarveislu......jamm og ég hef lítið meira að segja um það!!!

æi vitið hvað ég nenni ekki þessu rugli....ég er ekki stemmd til að blogga...held ég fari bara heim aftur ....enda leiðarljós að fara að fara að byrja!!!

Þið sem eruð að fara á Pixies í kvöld --- Góða skemmtun!!!

Nokkur skilaboð:
Valdimar þú ert ómögulegur...ef þú vilt vita af hverju hringdu þá!!!!
Arna: þú ert ljót....neeeeeiiiiii þú ert soldið sæt...ég skal leika við þig seinna

mánudagur, maí 03, 2004

Kominn maí og prófin alveg að byrja.......hjá mér...byrjuð hjá mörgum öðrum. Hef staðið mig svoldið að því að vera ekkert alltaf að læra þegar ég ætti að vera að gera það en..........hef verið að bæta úr því!!! Það má kannski geta þess að hér um daginn var aðalfundur Mentors þar sem boðið var upp á mikið magn bjórs og snakks frá Egils. Á fundinum var síðan mynduð ný stjórn og hefur líklega sjaldan verið glæsilegri :o) En í henni er nú mikið af mögnuðu og myndarlegu fólki og má þar nefna Lóu, Nonna úr MA, Þóru (af kaffistofunni í Odda) og auðvitað MIG :o) Svo eru nú fleiri en það er bara fólk sem þið hafið ekki kynnst ennþá!!

Eins og sum ykkar vita kannski líka þá eignaðist ég fyrsta strákinn minn á föstudaginn......hann er ofboðslega sætur og hefur verið nefndur Fróði! Heimilislífið hefur þó orðið nokkuð erfiðara af þessum sökum enda meira mál að hafa svona nýjan....Lotta er heldur ekkert alltof hrifin og hefur örlað á töluverðri afbrýðissemi hennar í garð Fróða. Það er von mín að úr þessu leysist bráðlega svo ég þurfi ekki að grípa til örþrifaráða.

Hér koma svo leynileg skilaboð:
STANDSTED-FRAKKLAND-B. VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND MEÐ E-MAILI.........SPENNAN ER MIKIL OG FORVITNIN ENN MEIRI.....ER ALLT Í LAGI? VONANDI EKKERT VESEN OG BARA GAMAN!! STANDSTED-KEFLAVÍK HVENÆR?

og þá er kominn tími til að halda áfram að læra........fyrsta próf á miðvikudag!!!!