þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Á föstudaginn síðasta réði ég mig í fjórða hlutastarfið mitt með skólanum og hlakka mikið til að byrja. Þetta er víst bráðnauðsynlegt ef að ég á að get haldið Villa uppi því hann er sérstaklega dýr í rekstri þessi elska. Þrátt fyrir að námslán frá LÍN séu gífurlega há eins og allir vita virðast þau bara ekki duga sem skal, hvernig sem stendur á því. Ég er því ekki eingöngu Háskólanemi í dag heldur líka starfsmaður BHM, starfsmaður í Foreldrahúsi, starfsmaður á Leikskólanum Hagaborg og starfsmaður á heimili í Fossvoginum!! Það er því í nógu að stússast þessa dagana - sem er vel - allavegana þar til annað kemur í ljós!!

Ég vil svo biðja aðdáendur mína um að fylgjast vel með mogganum næstu daga þar sem að andlit mitt mun birtast á síðum þess merka blaðs!

...og Bjúgus ----- það styttist óðum....verður eitthvað að borða? ;o)
Ég sé að það er töluverður tími síðan ég bloggaði síðast....það hefur að sjálfsögðu sínar ástæður - búin að vera ofurölvi síðan 25. janúar og hef þar af leiðandi ekki verið í ástandi til þess að skrifa eitt né neitt sem alþjóð má sjá! En nú er öldin önnur, það hefur loksins runnið af mér og tími til kominn að skrifa eitthvað merkilegt.

Eins og þið vitið flest mætti þotuliðið á Rauða Ljónið hér um daginn til þess að fagna 50 afmælis okkar Örnu. Einstaklega myndarlegir og vel klæddir gestir fylktu liði upp úr 20:30 okkur til heiðurs, skemmtu sér og öðrum, drukku öl og spiluðu pool. Mætingin var frábær og ber að þakka öllum fyrir stórgott kvöld. Þá vil ég sérstaklega þakka þeim sem að létu Bjöggu og Danna plata sig til þess að leggja í púkk til þess að auka áfengismagnið sem boðið var upp á. Í staðinn fyrir að boðið væri upp á einn auman bjórkút í ´þessu merka afmæli urðu kútarnir þrír og ölvun eftir því! Einnig ber að þakka þeim hetjum sem að keyrðu í fárviðri alla leið frá Akureyri til þess að mæta á staðinn - that´s what we call friends!!

Á LAUGARDAGINN VAR SVO
árshátíð Félagsráðgjafarnema og hjúkrunarfræðinema á Hótel Loftleiðum. Það er ekki annað hægt að segja en að hún hafi tekist með eindæmum vel...mæting var stórgóð....maturinn frábær og skemmtikraftar kvöldsins stóðu fyrir sínu. Stebbi Hilmars og Eyvi voru leynigestir kvöldsins og tóku Nínu af miklum krafti (jú nó ðí song). Gulla úr Svínasúpunni var með uppistand og kom mjög á óvart. Það voru síðan Gullfoss og Geysir sem að slógu botninn í kvöldið með dúndrandi diskóteki fram eftir nóttu. Frameftir nóttu var samt ekki nógu mikið fyrir alla og við sem vorum ennþá í tjúttgírnum að lokinni árshátíð héldum áfram niður í bæ á 22. Þar hélt tjúttið áfram með miklum glæsibrag að mig minnir - glæsibragurinn á mér var þó frekar lítill á leiðinni heim.....fæturnir höfðu hreinlega gefist upp á nýju pæju hælaskónum mínum og voru ekki í gönguhæfu ástandi....það kom sér því vel að hafa hörkutólin, Árna, Bjössa og Nökkva til þess að halda á mér og styðja við mig til skiptis þar til okkur tókst að ná í leigubíl. Þeir fá miklar þakkir fyrir hetjulega aðstoð í erfiðum aðstæðum.