fimmtudagur, ágúst 05, 2010

18 again – and loving it
Það er u rétt 7 mánuðir frá því að hlaut „þrítugs-titilinn“ óhugnalega. Ég man að ég vaknaði á nýársdagsmorgun (ja eða kannski svona frekar rúmlega hádegi) og hreinlega skalf yfir því að þessi stund væri í raun orðin að veruleika. Tilhugsunin um að nú gæti ég ekki þóst vera unglingur lengur heldur væri nauðbeygð að fullorðnast var meira en ég réð við.

Núna myndi samfélagið gera til mín kröfur og að við þær þyrfti ég að standa – nú þyrfti ég að:

-Kaupa mér dragt og fara að klæða mig eins og fullorðin kona
-elda kvöldmat á hverjum kvöldi – fisk annan hvern dag, lambalæri á sunnudögum og einhverja hollustu þar á milli.
-Hætta að dansa eins og vitleysingur á stað fyrir samkynhneigða um helgar og sötra þess í stað kampavín á Austur þegar ég færi á djammið
-Baka brauðbollur og súkkulaðikökur um helgar
-Fara í huggulegar sumarbústaðaferðir með öðrum pörum (helst barnafólki) um Verslunarmannahelgar
-Og jú auðvitað að raða niður börnum enda að komast á síðasta séns

Og það getur vel verið að samfélagið að stórum hluta geri þessar kröfur til mín en ég er hreinlega ekki tilbúin að sleppa höndinni af unglingnum í mér. Á tíu ára stúdentsafmælinu mínu í sumar sá ég líka að það voru heldur ekki nærri því allir samstúdentar mínir hvort sem þeir áttu börn eða ekki. Sum elda kannski kvöldmat á hverju kvöldi o.s.frv en öll sem eitt kunnu þau ennþá að sletta úr klaufunum.

Um Verslunarmannahelgina fór ég ekki heldur í huggulegan sumarbústað með barnafólki . Ég fór til Akureyrar á útihátíð – fór út kvöld eftir kvöld, hitti vini og kunningja, dansaði eins og djöfullinn og skemmti mér ferlega vel. Ég reyndar sleppti því að enda ofurölvi á bekk niðrí bæ, fara í sleik við ókunnuga stráka, rífa kjaft við dyravörðinn og skríða inn í lítið kúlutjald þegar annað fólk var að fara á fætur – svona eins og þegar maður var 18.

Mér fannst ég samt vera 18 all over again – bara örlíltið þroskaðri - og það var frábært!

(Það getur samt vel verið að ég fari að uppfylla einhverjar af ofantöldum kröfum svo veriði ekki að hafa of miklar áhyggjur af mér)
EMTL