sunnudagur, júní 29, 2008

Eins og svo margir aðrir fór ég á Náttúrutónleikana í gær. Ég hlakkaði til að sjá Björk á sviði.....lítur út fyrir að ég verði að hlakka til aðeins lengur þar sem að ég sá hana ekki á sviði en heyrði þó. Reyndar sá ég ekkert af tónleikunum en heyrði samt allt - svona var nú staðsetningin á okkur góð í dalnum. Það var samt stuð.

fimmtudagur, júní 26, 2008

Er ekki rúmur mánuður ágætis tími milli bloggfærslna?!

Eitthvað lítið hefur nú gerst í millitíðinni fyrir utan þau stórtíðindi að ég og Þrúða afrekuðum að hittast sl. laugardag og eyddum tímanum í ísát á Austurvelli í bongóblíðu, og jú ég fór á Sálina á NASA um daginn með Örnu, Ragga og Clausen, kom upp um stórglæpamenn í blokkinni minni, fór norður á Akureyri í sveitasælu annað kvöldið og ofurlangt skrall hitt. Ég skipulagði líka Óvissuferð fyrir vinnuna og kom mér í stjórn starfsmannafélagsins, hampaði ferð til Skotlands síðsumars, fékk annan styrk vegna listahátíðarinnar og síðast en aaaaaallls ekki allra síst fögnuðum við Villi 6 ára sambandi sl. sunnudag með því að fara í piknik/ljósmynda/sólbaðsferð í Fossvoginum :)

Í gær vaknaði ég og sá að upp var runninn enn einn sólardagurinn svo ég ákvað að taka mér frí í vinnunni og njóta góða veðursins. Fyrst svaf ég samt aðeins lengur, fór svo í sturtu, litaði augnhár og augabrúnir, borðaði, klæddi mig í sumarkjólinn, sandalana og setti upp sólgleraugun og labbaði út. Þá fór sólin og stuttu síðar fór að dropa.....djöfull var ég fúl!!!!

Annars er eina ástæðan fyrir því að ég nennti að blogga núna er að ég leyfði bróður mínum að bjóða konunni sinni út að borða og er því að passa bróðurdætur mínar tvær, tveggja og tólf ára og frænku þeirra 10 ára. ÉG hef sjaldan þurft að hafa jafn lítið fyrir því að sjá um þrjú börn. Sú tólf ára bakaði pizzu, gekk frá í eldhúsinu, lagði á borð og gekk svo frá eftir mat. Sú 10 ára kom þeirri 4 ára í rúmið möglunarlaust og það eina sem ég þurfti að gera var að rölta út í búð og kaupa pizzasósu ---- gæti ekki hafa verið þægilegra!!

Svo er það dinner hjá vinafólki annað kvöld, Sigurrós og Björk í Laugardalnum á laugardaginn og afslöppun á Sunnudaginn.......rosa líst mér vel á þetta.