laugardagur, maí 24, 2008

Fyrr í dag var ég stödd á almenningssvæði utandyra hér í Reykjavík. Þar átti ég sama erindi og aðrir sem þangað koma og stundaði iðju mína á sama hátt og allir aðrir.......fyrir utan það smávægilega aukaatriði að ég hafði stillt upp kvikmyndavél og myndaði mig við iðju mína. Þetta virðist hafa vakið mikla eftirtekt, undrun og jafnvel hneykslan nokkurra ungra drengja því skyndilega var ég vör við að rétt fyrir aftan mig höfðu þeir lagt bíl sínum og horfðu á mig....væntanlega í forundran hvað kona í náttfötum með úfið hár væri eiginlega að hugsa að kvikmynda sjálfa sig svo illa til fara og við þessa iðju. Svo merkilegt þótti þeim þetta að einn þeirra stökk úr bílnum til þess að taka af mér mynd á símann sinn. Ég skil að þetta hefur nú varla verið fögur sjón en mér finnst nú heldur hart að vera mynduð af einhverjum unglingsstrákum sem sennilega eiga eftir að pósta þessari mynd /vidjói (veit ekki hvort var) inn á veraldarvefinn öðrum til skemmtunar - mér til háðungar!!

Þeim hefði væntanlega ekki fundist þetta jafn merkilegt og fyndið hefðu þeir vitað hvernig á þessu stóð.

Næst set ég upp skilti þar sem á stendur:

Vinsamlegast ekki trufla...hér er verið að gera stuttmynd........


Gleðilegt Eurovisionkvöld!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home