Ástæða til að blogga!
Síðast liðinn laugardag fylltist húsið mitt af góðu fólki sem ekki hafði hist (öll saman) í háa herrans tíð. Sumir eru orðnir stoltir foreldrar, sumir komnir á framabrautina, sumir enn í námi, sumir í sambúð, sumir lausir og liðugir en öll frábært fólk :)
Upp á djókið voru svo allir neyddir til þess að mæta með höfuðskraut, reykvélin og diskóljósin kveikt og bolla borin í fólkið.
Þetta tókst einstaklega vel. Allir mættu með höfuðskraut, bollan var drukkin til botns (eftir það tóku sumir að drekka spírann dry) og fólkið var dregið í ljósmyndatöku hvert á fætur öðru. Kvöldið má sjá á myndasíðunni!
Annars á ég að vera mætt til Akureyrar núna en það hefur ekkert verið flogið :(