föstudagur, júní 23, 2006

ENDALAUS HAMINGJA!Í gær áttum við Villi 4 ára ástarafmæli og í tilefni þess steig ég ekki inn fyrir dyr heima hjá mér og hitti Villa eingöngu í 30 sekúndur til þess að fá afhentan tannburstann minn. Villi bauð strákunum í grill og ég eyddi kvöldinu (og nóttinni) með tveimur fjallmyndarlegum karlmönnum! Ég meina er ekki kominn tími á tilbreytingu eftir svona langan tíma??!!

Nei að sjálfsögðu hefði ég viljað eiga rómantískar stundir í kvöldsólinni í tilefni dagsins en þar sem að ég er einstæð tveggja barna móðir í Fossvoginum þessa dagana var það ekki í boði. Nei í stað þess eldaði ég fyrir börnin, skipti á bleyjum, söng vögguvísur, las barnabækur og svæfði. Vaknaði síðan klukkan fimm í morgun og var búin að fara í sturtu og hafa mig til kl. 6. Og samt er ég alveg eldhress í dag - já ég er örugglega ágætis efni í einstæða móður þó að ég voni nú að það komi ekki til þess :o)

ENDALAUS HAMINGJA II
Svanhildur mín er mætt á klakann og kom í heimsókn í fyrrakvöld í Fossvoginn (þar sem að það er nauðsynlegt fyrir tímabundið einstæðar mæður að fá heimsóknir)!! Hún er ennþá snillingur (ef einhver skyldi efast) og við stefnum á tjúttið annað kvöld, er fólk ekki geim?

ENDALAUS HAMINGJA III
Ekki er meira um endalausa hamingju í auganblikinu

föstudagur, júní 16, 2006

And she´s back........
Já góðir hálsar ég er komin heim úr fríinu, massabrún og ógeðslega sæt!!!! Eða svona næstum því.....auðvitað er ég alltaf ógeðslega sæt en þetta með massabrúnkuna er kannski orðum ofaukið. Veðrið var nefninlega ekki eins og við helst vildum, sólin var í smávegis feluleik og hitinn var ekkert yfirþyrmandi. Ég náði nú samt að fara aðeins í sólbað og þurfti ekki að klæðast lopapeysu á kvöldin. Mér tókst þó að verða veik og er enn hóstandi með hor. Þrátt fyrir þetta var ógeðslega gaman enda í klassafélagsskap allan tímann. Anton og Erla eru enn úti og sleikja sólina sem ákvað að hennar tími væri kominn, akkúrat daginn sem við vorum að fara heim! Ég vona að þau skaðbrenni....eða allavegana svona pínulítið ;o)

Alvara lífsins er tekin aftur við og ég er komin í síðbuxur og rúllukragapeysu enda er veðrið hér heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Sem betur fer er komin helgi og þessi helgi býður upp á partý og 17. júní hátíðarhöld – stend mig samt að því að dauðöfunda árgang ´81 úr MA sem er að halda upp á fimm ára stúdentsafmælið fyrir norðan núna! Djöfull var gaman í fyrra.

Ég sé ykkur hin sem eruð í bænum kannski á tjúttinu um helgina!
Skelli inn myndum úr ferðinni eftir helgina

Ciao
Eearly Pearly