ENDALAUS HAMINGJA!Í gær áttum við Villi 4 ára ástarafmæli og í tilefni þess steig ég ekki inn fyrir dyr heima hjá mér og hitti Villa eingöngu í 30 sekúndur til þess að fá afhentan tannburstann minn. Villi bauð strákunum í grill og ég eyddi kvöldinu (og nóttinni) með tveimur fjallmyndarlegum karlmönnum! Ég meina er ekki kominn tími á tilbreytingu eftir svona langan tíma??!!
Nei að sjálfsögðu hefði ég viljað eiga rómantískar stundir í kvöldsólinni í tilefni dagsins en þar sem að ég er einstæð tveggja barna móðir í Fossvoginum þessa dagana var það ekki í boði. Nei í stað þess eldaði ég fyrir börnin, skipti á bleyjum, söng vögguvísur, las barnabækur og svæfði. Vaknaði síðan klukkan fimm í morgun og var búin að fara í sturtu og hafa mig til kl. 6. Og samt er ég alveg eldhress í dag - já ég er örugglega ágætis efni í einstæða móður þó að ég voni nú að það komi ekki til þess :o)
ENDALAUS HAMINGJA II
Svanhildur mín er mætt á klakann og kom í heimsókn í fyrrakvöld í Fossvoginn (þar sem að það er nauðsynlegt fyrir tímabundið einstæðar mæður að fá heimsóknir)!! Hún er ennþá snillingur (ef einhver skyldi efast) og við stefnum á tjúttið annað kvöld, er fólk ekki geim?
ENDALAUS HAMINGJA III
Ekki er meira um endalausa hamingju í auganblikinu
Nei að sjálfsögðu hefði ég viljað eiga rómantískar stundir í kvöldsólinni í tilefni dagsins en þar sem að ég er einstæð tveggja barna móðir í Fossvoginum þessa dagana var það ekki í boði. Nei í stað þess eldaði ég fyrir börnin, skipti á bleyjum, söng vögguvísur, las barnabækur og svæfði. Vaknaði síðan klukkan fimm í morgun og var búin að fara í sturtu og hafa mig til kl. 6. Og samt er ég alveg eldhress í dag - já ég er örugglega ágætis efni í einstæða móður þó að ég voni nú að það komi ekki til þess :o)
ENDALAUS HAMINGJA II
Svanhildur mín er mætt á klakann og kom í heimsókn í fyrrakvöld í Fossvoginn (þar sem að það er nauðsynlegt fyrir tímabundið einstæðar mæður að fá heimsóknir)!! Hún er ennþá snillingur (ef einhver skyldi efast) og við stefnum á tjúttið annað kvöld, er fólk ekki geim?
ENDALAUS HAMINGJA III
Ekki er meira um endalausa hamingju í auganblikinu