sunnudagur, janúar 29, 2006

Mér hefur einhvernveginn vaxið í augum á nýju ári að blogga en býst við að það sé kominn tími til að bæta úr því.

Eyddi áramótunum á Akureyri - það var ótrúlega gaman og ég hitti fullt af skemmtilegu fólki. Nóg um það.

Nenni ekki að gera útdrátt úr því sem á daga mína hefur drifið síðan þá - það merkilegasta og skemmtilegasta er hins vegar það að í síðustu viku fór ég í gamni mínu að skoða fasteignaauglýsingar....smitaði Villa.....fann íbúð....gerði tilboð og skrifaði undir!!! Jeijiejiejiejiejiejieje jibbý jibbý jei - fáum afhent 15. apríl og eru allir meir en velkomnir í flutninga um svipað leyti :o) Vildi að ég gæti verið jafn sniðug og Himmi og Herdís og sett myndir af nýju íbúðinni hér inn en þær eru allar "löngu" farnar af netinu en á bækling fyrir ykkur sem slysist í heimsókn.