mánudagur, mars 31, 2008

Í tilefni þess að ég fékk loksins komment á síðustu færslu hef ég ákveðið að heiðra lesendur með bloggi. Tóti fær medalíu fyrir að hafa reddað þessu fyrir ykkur.

Því miður sigraði MA ekki MR í úrslitaviðureign Gettu betur.. það var fúlt en ég er þó búin að jafna mig - það tók þó heilar 3 mínútur.

Nú eru páskarnir líka búnir. Páskarnir voru góðir. Villi gaf mér og sér páskaegg. Mér aðeins minna en sér. Hann borðaði sitt....og mitt. Ég fékk samt málsháttinn og tvo bita svo ég var sátt.

Ég fór líka á ball í Kántrýbæ. Það var gaman og ég held ég hafi ekki séð jafn marga á balli þar síðan Kántrýhátíðin var og hét. Reyndar getur ástæðan fyrir því verið að ég er nú yfirleitt ekki fyrir norðan og þegar ég er þar fer ég ekki í Kántrýbæ. Kannski er þetta svona allar helgar.....þó ég efist. En það var allavegana ferlega skemmtilegt að hitta "alla" sem ég hef ekki hitt í ár og aldir. Sérstaklega var skemmtilegt að hitta hann Jóhann útgerðarmann og kvennabósa. (Jóhann sagðirðu ekki örugglega að þú læsir stundum bloggið mitt???)

ÉG spilaði líka póker frá miðnætti til morguns. Það var gaman en endaði í tárum enda er ekki hollt að vaka svona lengi.

En núna er ég búin að eyða vinnutíma í að gleðja ykkur svo það er best að ég komi mér aftur að verki. SPurning á hvaða fyrirtæki ég á að skrifa þessar mínútur sem ég eyddi í skriftir!

Já eitt enn...

REBEKKA OG DODDI ÁTTU LÍTIN DRENG 24. MARS -- INNILEGA TIL HAMINGJU KRÚTTIN MÍN.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Jei jei jibbí jibbí jei!!!

Það eru kannski fortíðaryndislegheitin en mér finnst alltaf jafn gaman þegar MA vinnur í Gettu betur :)