Eins og ekki svo ófáir vita bý ég í næsta húsi við Kjöthöllina í Miðbæ sem er rómuð fyrir fyrsta flokks úrval af kjöti i smáum sem stórum skömmtum. Þangað förum við hjúin stundum til að versla eitt og annað sem vantar í ísskápinn án þess að gera stórinnkaup sem myndu setja heimilið á hausinn í fáum innkaupaferðum.
Það er ósköp þægilegt að geta bara hlaupið út á inniskónum og yfir bílastæðið til þess að kaupa inn en oft á tíðum verða innkaupaferðirnar þó til vansa þar sem að ýmislegt mætti fara í umræddri hverfiskjörbúð.
Til að mynda höfum við fengið myglaðan brauðost, útrunna myglaða FRYSTA pizzu, útrunna rétti og þurft að borga mismunandi verð fyrir AG drykkjarjógúrt eftir dögum og starfsmönnum. (á því gerði ég vikukönnun án þess að gera athugasemdir við starfsfólkið). Mesti munurinn var rúmlega 50 krónur og skal taka það fram að ekki er notast við strikamerkjavélar í búðinni.
Við höfum nú oft blótað þessum óheppniskaupum en þó haldið áfram viðskiptum okkar í litlum mæli. Í dag fór ég og verslaði mér m.a. 1944 fiskibollur. Á meðan ég beið í röðinni að kassanum með varninginn og veskið í fanginu reyndi ég að glugga í Séð og Heyrt tímaritið en þá rann 1944 rétturinn úr höndum mínum og beint á gólfið. Ytri umbúðirnar runnu þá af en bakkinn sjálfur var óskemmdur þannig að ég renndi honum bara aftur í. Þegar ég hafði borgað vörurnar og var að setja pokann í bílinn rann pokinn úr höndunum á mér og úr datt 1944 rétturinn og aftur runnu ytri umbúðirnar af. Það var þá sem ég veitti því athygli að fiskibollurnar mínar voru útrunnar....svo mjög að síðasti söludagur var 17. ágúst!!!!! Já takk fyrir ...það voru 9 dagar frá síðasta söludegi! Ég fór því aftur inn í búðina og lét þar afgreiðslukonuna (sem ég held að sé einn eigendanna) vita. Henni virtist ekki mikið brugðið við fréttirnar og sagði mér að ég gæti leitað að nýrri rétt annars myndi hún bara endurgreiða mér. (uu nema hvað)
Ég fór í kælinn og fann þar fleiri fiskibollurétti, einn sem rennur út á morgun og annan sem rennur nú ekki út fyrr en 4. september.......ég þarf varla að taka fram hvað ég valdi.
Ég skil vel að stöku sinnum fari útrunnar matvörur fram hjá starfsmönnum búða en þau skipti sem að við höfum lent í slíku og því að borga ýmis verð fyrir sömu vöru eru orðin helst til mörg til að ég trúi því að af og til séu þetta bara tilviljanir.
p.s. kjötið er samt mjög fínt :)
Skrifa seinna um magnaða Listadaga og Kántrýdaga á Skagaströnd
Það er ósköp þægilegt að geta bara hlaupið út á inniskónum og yfir bílastæðið til þess að kaupa inn en oft á tíðum verða innkaupaferðirnar þó til vansa þar sem að ýmislegt mætti fara í umræddri hverfiskjörbúð.
Til að mynda höfum við fengið myglaðan brauðost, útrunna myglaða FRYSTA pizzu, útrunna rétti og þurft að borga mismunandi verð fyrir AG drykkjarjógúrt eftir dögum og starfsmönnum. (á því gerði ég vikukönnun án þess að gera athugasemdir við starfsfólkið). Mesti munurinn var rúmlega 50 krónur og skal taka það fram að ekki er notast við strikamerkjavélar í búðinni.
Við höfum nú oft blótað þessum óheppniskaupum en þó haldið áfram viðskiptum okkar í litlum mæli. Í dag fór ég og verslaði mér m.a. 1944 fiskibollur. Á meðan ég beið í röðinni að kassanum með varninginn og veskið í fanginu reyndi ég að glugga í Séð og Heyrt tímaritið en þá rann 1944 rétturinn úr höndum mínum og beint á gólfið. Ytri umbúðirnar runnu þá af en bakkinn sjálfur var óskemmdur þannig að ég renndi honum bara aftur í. Þegar ég hafði borgað vörurnar og var að setja pokann í bílinn rann pokinn úr höndunum á mér og úr datt 1944 rétturinn og aftur runnu ytri umbúðirnar af. Það var þá sem ég veitti því athygli að fiskibollurnar mínar voru útrunnar....svo mjög að síðasti söludagur var 17. ágúst!!!!! Já takk fyrir ...það voru 9 dagar frá síðasta söludegi! Ég fór því aftur inn í búðina og lét þar afgreiðslukonuna (sem ég held að sé einn eigendanna) vita. Henni virtist ekki mikið brugðið við fréttirnar og sagði mér að ég gæti leitað að nýrri rétt annars myndi hún bara endurgreiða mér. (uu nema hvað)
Ég fór í kælinn og fann þar fleiri fiskibollurétti, einn sem rennur út á morgun og annan sem rennur nú ekki út fyrr en 4. september.......ég þarf varla að taka fram hvað ég valdi.
Ég skil vel að stöku sinnum fari útrunnar matvörur fram hjá starfsmönnum búða en þau skipti sem að við höfum lent í slíku og því að borga ýmis verð fyrir sömu vöru eru orðin helst til mörg til að ég trúi því að af og til séu þetta bara tilviljanir.
p.s. kjötið er samt mjög fínt :)
Skrifa seinna um magnaða Listadaga og Kántrýdaga á Skagaströnd
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home